Stefán Benediktsson

Stefán Benediktsson (f. 20. október 1941) er íslenskur arkitekt og fyrrverandi alþingismaður (1983 - 1987).

Hann fæddist í Reykjavík og foreldrar hans eru Benedikt Stefánsson (1903 - 1975) fulltrúi í fjármálaráðuneyti og kona hans Steinunn Árnadóttir (1911 - 2006) húsmóðir. Hann hefur verið tvígiftur og á sjö börn.

Æviágrip

Stefán lauk stúdentspróf í Menntaskólanum í Reykjavík árið 1962 og síðar arkitektsprófi í Tækniháskólanum í Aachen árið 1971.

Hann stundaði arkitektsstörf hjá öðrum frá 1971 - 1975 og síðar sjálfstætt frá 1975 - 1985. Frá 1981 - 1982 var hann formaður byggingarnefndar Borgarleikhússins. Meðan hann var á þingi var hann í Norðurlandaráðinu frá 1983 - 1986, kjörinn árið 1984 í samstarfsnefnd með Færeyingum og Grænlendingum um sameiginleg hagsmunamál og var í Vestnorræna þingmannaráðinu frá 1985 - 1987.

Eftir að hann hætti á þingi var hann ráðgjafi í byggingamálum á vegum menntamálaráðuneytisins frá 1987 - 1988, formaður Arkitektafélags Íslands frá 1988 - 1990 og eftir það þjóðgarðsvörður í Skaftafelli til 1997.

Stjórnmálaferill

Í Alþingiskosningunum 1983 var hann á lista Bandalag jafnaðarmanna í Reykjavíkurkjördæmi og var kjörinn varaþingmaður. Sá sem átti að vera þingmaður, Vilmundur Gylfason lést áður en þingið hófst þannig hann fór á þing í staðin. Á þingi var hann 1. varaforseti efri deildar og árið 1986 gekk hann í lið Alþýðuflokksins fyrir kosningar.

Hann var nokkrum sinum á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík en náði aldrei kjöri. [1]

Tílvísanir