Spjall:Seung-Hui Cho

Fjöldamorð í eintölu eða fleirtölu

Í greinni notaði ég orðið "fjöldamorð" fyrir þennan atburð í eintölu en er í miklum vafa hvort þetta ætti að vera í eintölu eða fleirtölu. Valdi eintölu einfaldlega vegna þess að í ensku útgáfunni er talað um þetta í eintölu. Hvort væri réttara að nota í íslensku? Sennap 01:11, 22 apríl 2007 (UTC)

Búseta

Spurning hvort það sé ekki betra að segja í upplýsingaboxinu að hann hafi átt heima í bænum Blacksburg fremur en að hann hafi átt heima í háskólanum, þ.e. gefa upp bæ, frekar en stofnunina sem leigði honum herbergi. --Cessator 02:37, 22 apríl 2007 (UTC)

Sammála. Sennap 03:11, 22 apríl 2007 (UTC)

Atvinna

Ég er að spá líka hvort það sé eðlilegt að segja að það sé atvinna að vera háskólanemi? Við segjum venjulega að lifibrauð manns sé atvinna hans, en það er ekki lifibrauð nemenda að vera nemendur nema þeir séu þá í launuðu námi. Vandinn er auðvitað sá að íslenska orðið „atvinna“ er þrengra en enska orðið „occupation“. --Cessator 02:40, 22 apríl 2007 (UTC)

Já, en besta orðið sem ég gat fundið yfir þetta samt. Hefur þú betra orð? Sennap 03:23, 22 apríl 2007 (UTC)
Staða/starf --Bjarki 16:30, 22 apríl 2007 (UTC)

Nafnavenjur

Það kemur aðeins undarlega fyrir sjónir að sjá nafn þessa Kóreumanns skrifað á öfugan hátt. Kóreumenn, eins og Kínverjar, Japanir og Víetnamar, hafa alltaf ættarnafnið fyrst. Samanber Kim Il-sung og Noh Moo-hyun (sjá einnig [1]). Flestöll alþjóðleg tímarit og fréttastofur, eins og BBC, Newsweek og Time skrifa nafnið þess vegna Cho Seung-hui. Masae 14:33, 23 apríl 2007 (UTC)

Í greininni á ensku wikipedia er útskýring af hverju þeir nota frekar „Seung-Hui Cho“ í staðinn fyrir „Cho Seung-hui“ undir fyrirsögninni „Name“. Sjá hér. Af sömu ástæðu notaði ég frekar „Seung-Hui Cho“. Hins vegar bætti ég inn í greinina fæðingarnafni hans sem var, eins og þú segir, „Cho Seung-hui“. --Sennap 15:28, 23 apríl 2007 (UTC)
Af þeim 19 Wikipedium (sem nota latneskt eða kýrillískt letur) sem hafa skrifað um Cho eru 3 (enska, íslenska og finnska) sem hafa skrifað nafn hans uppá vesturlenskan máta. Masae 14:38, 24 apríl 2007 (UTC)
Einmitt, nafnið hans á að vera „Cho Seung-hui“. Þetta er skrítið fyrir okkur, en það er bara menning. Ef maður segir „Seung-hui Cho“ það er eins og maður frá Kóreu eða Kína segir „Grímsson Ólafur Ragnar“. --Ice201 14:47, 24 apríl 2007 (UTC)
En eins og fram kemur í ensku tilvísuninni þá er þetta nær því að t.d. íslensk kona sem hét Jónsdóttir hefði breytt nafninu sínu í Johnson við að flytja til USA og síðan þegar hún kæmi í fréttirnar væri það "leiðrétt" aftur í Jónsdóttir... Þessi ágæti maður hafði búið í Bandaríkjunum frá 1992 og þá væntanlega skrifað ættarnafnið sitt upp á ameríska vísu - á eftir nafninu. Það má ekki gleyma því að hann var Bandaríkjamaður, þótt hann hafi verið af Kóreskum uppruna. Væri svipað því og leiðrétta Stephan G. Stephansson og skrifa þess í stað Stefán G. Stefánsson...--Akigka 15:33, 24 apríl 2007 (UTC)
Þá hvað með Kim Jong-il og Kim Il-Sung? Ég veit ekki um Kim Jong-Il en ég veit að Kim Il-Sung hafði búið í Rússlandi (Sovétríkjunum), og hann heitir ennþá Kim Il-Sung? Mér finnst að ef við erum með Seung-Hui Cho, þá það á að vera Jong-il Kim. Ég skrífaði í bóxinum að Cho er eftirnafnið líka. --Ice201 16:29, 24 apríl 2007 (UTC)
Munurinn er sá að þeir fluttu ekki til Sovétríkjanna. Cho er hins vegar Bandaríkjamaður af kóreskum uppruna... --Akigka 16:41, 24 apríl 2007 (UTC)
Ehm, já, áðan Kóreustríð, Kim Il-Sung var að búa í Sovétríkjunum og Stalin var að hjálpa hann meðan WWII, sannarlega. Ég veit þetta 100%. En allavega, spurning er, hvað með CHO? Til að segja þetta á íslensku, það á að vera TJO, er það ekki? Eins og Борис Николаевич Ельцин (Boris Jeltsín). Jeltsín á ensku og rússnesku í latín-stafróf er Yeltsin. Bara spurning ;) --Ice201 17:05, 24 apríl 2007 (UTC)
Mér fyndist reyndar ætti að færa þá grein yfir í Boris Yeltsin... nema náttúrulega ef hann hefði flutt til Íslands og gengið undir nafninu Boris Jeltsín hérna í 15 ár. ÞÁ væri ég sammála um þetta Boris Jeltsín nafn. Þetta dæmi á við um hann Cho vin okkar, hann flutti til Bandaríkjanna fyrir um 15 árum og hefur notað nafnið „Cho Seung-Hui“ síðan, skiljanlega kemur það þá ekkert á óvart að greininn um hann heiti „Cho Seung-Hui“... --Sennap 00:05, 25 apríl 2007 (UTC)
Hmm, faktískt er það öfugt. Í Bandaríkjunum hefur hann verið skráður sem Seung-Hui Cho þar sem Cho er ættarnafnið. Varðandi Jeltsín þá stafar þessi ritháttur af því að nafn hans er ritað með kyrillísku letri sem er umritað á mismunandi hátt yfir á latínuletur í mismunandi málsamfélögum. Boris Jeltsín er í samræmi við samræmdar umritunarreglur á íslensku, en Boris Yeltsin í samræmi við sömu reglur á ensku. Ef Seung-Hui hefði ritað nafn sitt með öðru letri en latínuletri væri ástæða til að athuga hvort til væru reglur um umritun af því letri og nota þann rithátt. Það á hins vegar ekki við í þessu tilviki þar sem hann er Bandaríkjamaður (alinn upp í Bandaríkjunum frá átta ára aldri), þótt hann sé af kóreskum uppruna. --Akigka 00:13, 25 apríl 2007 (UTC)
Prófið að bera saman hvernig nafn Jeltsíns er skrifað t.d. á dönsku, þýsku, frönsku, ítölsku... þá sjáið þið hvað ég á við. --Akigka 00:15, 25 apríl 2007 (UTC)
Já, ruglaðist aðeins í þessu.. meinti að sjálfsögðu öfugt. Semsagt greinin ætti að heita „Seung-Hui Cho“... eins og sú á ensku wikipedia. Hafði ekki tekið eftir því að það væri búið að færa greinina, sem mér finnst mjööög asnalegt. Sérstaklega vegna þess að einfaldlega ENGIN almennilega rök eru komin fyrir því. Það á ekki að skýra greinina nafnið sem þessi ágæti maður notaði fyrir 15 árum síðan, frekar það nafn sem hann hefur hét síðustu 2/3 hluta ævi sinnar og það nafn sem hann hét þegar hann lést! Ef einhver hefur almennilega rök fyrir úrelta nafninu hans má sá hinn sami endilega koma með þau. Ef engin hefur þau skal ég glaður færa hana aftur þar sem hún á heima (og það MEÐ RÖKUM fyrir færslunni...). Wrarr --Sennap 00:47, 25 apríl 2007 (UTC)
Nei, greinin ætti að heita Cho Seung-Hui. Bara sérðu 조승희, beint úr kóresku wikipediu. Ef þú getur ekki tala kóresku, þýðir Cho, sem kemur fyrst í greinni á kóresku wikipediu. Það skiftir ekki máli ef hann bjó í bandaríkjunum, hann er og er fæddur í Suður-Kóreu. T.d. ef Björk flutti til Kóreu, hún ætlar ennþá að vera með íslenskt nafnið hennar, og bara sérðu á wikipediu á kóresku, 비에르크 그뷔드뮌스도티르, ekki 그뷔드뮌스도티르 비에르크. --Ice201 04:04, 26 apríl 2007 (UTC)
Ef Björk ákveddi að gerast bandarískur þegn og breyta nafninu sínu í 'Bjork' þá stæði það sem nafnið hennar, þótt hún hefði upphaflega heitið 'Björk'. Cho flutti til Bandaríkjanna átta ára gamall og bjó þar síðan til dauðadags. Þess vegna er hann Bandaríkjamaður (af kóreskum uppruna), rétt eins og Holger Cahill og Stephan G. Stephansson --Akigka 09:25, 26 apríl 2007 (UTC)

Kosningaréttur

Að hafa greinin „Cho Seung-Hui“ (Loka 29 apríl 2007 kl. 0400 UTC)

  1.  Samþykkt --Ice201 04:08, 26 apríl 2007 (UTC)
  2.  Á móti --Akigka 09:25, 26 apríl 2007 (UTC)
  3.  Á móti --Sennap 16:39, 26 apríl 2007 (UTC)
  4.  Á móti Hann virðist sjálfur hafa ritað nafn sitt Seung-Hui Cho á ýmis skjöl og fjölskylda hans virðist fara eins að. Nema annað komi í ljós í vegabréfi mannsins, þá virðist mæla með því að við ritum Seung-Hui Cho. --Cessator 18:02, 26 apríl 2007 (UTC)
  5.  Hlutlaus --Steinninn 18:27, 26 apríl 2007 (UTC)
Búinn. --Ice201 04:12, 29 apríl 2007 (UTC)
Fara aftur á síðuna „Seung-Hui Cho“.