Velkomin á Wikipedíu

Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameiningu

Á hinni íslensku Wikipedíu eru nú 58.445 greinar.

Grein mánaðarins

Oda Nobunaga var einn af valdamestu lénsherrum (daimyo) í Japan á sextándu öld. Það tímabil hefur verið nefnt sengoku-öldin eða þriggja ríkja öldin, í sögu Japans.

Sengoku-öldin einkenndist af blóðugum átökum borgarastyrjaldar. Nobunaga bar aðeins titilinn lénsherra en var þó valdameiri en bæði keisarinn og sjóguninn, sem var yfirmaður hersins. Ævi hans var undirlögð af bardögum og átökum við aðra valdamenn ríkisins. Flest öllum átökunum lauk með sigri Nobunaga en farsæld hans á bardagavellinum hjálpaði honum að leggja grunninn að sameiningu Japans undir eina stjórn. Sérviska hans og ráðsnilld hefur gert Nobunaga að einni þekktustu persónu japanskrar sögu.

Í fréttum

Børsen

Yfirstandandi: Átökin í Súdan  • Borgarastyrjöldin í Jemen  • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu  • Stríð Ísraels og Hamas  • Sýrlenska borgarastyrjöldin  • Eldgosið við Sundhnúksgíga

Nýleg andlát: Pétur Einarsson (24. apríl)  • Daniel Dennett (19. apríl)  • O.J. Simpson (10. apríl)


Atburðir 25. apríl

  • 2005 - Búlgaría og Rúmenía skrifuðu undir samning um inngöngu í ESB.
  • 2005 - 107 létust og 562 slösuðust þegar lest fór út af sporinu í Amagasaki í Japan.
  • 2009 - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi.
  • 2012 - Agnes M. Sigurðardóttir var kjörin fyrsti kvenbiskup íslensku þjóðkirkjunnar.
  • 2015 - Jarðskjálfti reið yfir Nepal og olli alls 9.018 dauðsföllum í Nepal, Indlandi, Kína og Bangladess.
  • 2019Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, mættust á fundi í Vladivostok.
  • 2021 – Stúlknakór frá Húsavík kom fram í myndbandi sem spilað var við afhendingu Óskarsverðlaunanna. Stúlkurnar fluttu lagið Húsavík – My Home Town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga ásamt sænsku söngkonunni Molly Sandén.
  • 2022 - Stjórn Twitter samþykkti 44 milljarða dala tilboð Elon Musk í fyrirtækið.

Vissir þú...

Flögudýr
Flögudýr
  • … að Greta Gerwig, sem leikstýrði kvikmyndinni Barbie árið 2023, er fyrsta kona sögunnar til að leikstýra kvikmynd sem hefur þénað meira en milljarð Bandaríkjadala á heimsvísu?
  • … að flögudýr (sjá mynd) eru talin einföldustu dýr jarðar samkvæmt sameindagreiningum?
Efnisyfirlit