Everything Is Love

breiðskífa eftir the Carters

Everything Is Love (oft stílfært í hástöfum) er fyrsta breiðskífa bandaríska tvíeykisins the Carters sem samanstendur af hjónunum Beyoncé Knowles-Carter og Shawn „Jay-Z“ Carter. Platan var gefin út 16. júní 2018 af Parkwood Entertainment, Sony Music Entertainment, S.C Enterprises og Roc Nation. Beyoncé og Jay-Z sáu um upptökustjórn plötunnar ásamt fjölda annarra, þar á meðal Cool & Dre, Boi-1da, og Pharrell Williams. Meðal gestasöngvara fyrir plötuna voru Quavo, Offset (báðir úr hljómsveitinni Migos), Pharrell Williams og Ty Dolla Sign. Tónlistarstefna plötunnar er hipphopp og R&B og hún fjallar um viðfangsefni eins og rómantíska ást, frægð, auð og stolt svartra.

Everything Is Love
Breiðskífa eftir
Gefin út16. júní 2018
Tekin upp2017-2018
Hljóðver
  • U Arena í Paris
  • The Church Studios í London
  • Kingslanding West í Los Angeles
Stefna
Lengd41:50
Útgefandi
  • Parkwood
  • Sony
  • Roc Nation
Stjórn
  • Beyoncé
  • Jay-Z
  • 808-Ray
  • Beat Butch
  • Boi-1da
  • Cool & Dre
  • David Andrew Sitek
  • D'Mile
  • Smittybeatz
  • Derek Dixie
  • El Michels
  • Fred Ball
  • Illmind
  • Jahaan Sweet
  • MeLo-X
  • Mike Dean
  • Nav
  • Nova Wav
  • Pharrell
  • Sevn Thomas
Tímaröð – Beyoncé
Lemonade
(2016)
Everything Is Love
(2018)
Renaissance
(2022)
Tímaröð – Jay-Z
4:44
(2017)
Everything Is Love
(2018)
Smáskífur af Everything Is Love
  1. „Apeshit“
    Gefin út: 16. júní 2018

Það var ekki greint frá plötunni opinberlega fyrr en Beyoncé og Jay-Z tilkynntu um útgáfu hennar á sviði á tónleikum þeirra í London á On the Run II Tour tónleikaferðalaginu og síðar í gegnum reikninga þeirra á samfélagsmiðlum. Platan var upphaflega einungis aðgengileg í gegnum tónlistarstreymisveituna Tidal áður en hún var gefin út víðar 18. júní 2018. Fyrstu vikuna fór Everything Is Love beint í annað sætið á bandaríska Billboard 200 vinsældalistanum með 123.000 seldar einingar sem jafngilda plötu.[1] Á 61. Grammy-verðlaunahátíðinni vann platan verðlaun fyrir Best Urban Contemporary Album auk þess að hljóta tilnefningar fyrir Best Music Video fyrir lagið „Apeshit“ og Best R&B Performance fyrir lagið „Summer“.

Upptaka

Útsýni af Paris La Défense Arena (áður nefnt U Arena), þar sem platan var að hluta tekin upp.

Áætlanir um sameiginlega plötu hjónanna voru tilkynntar af Jay-Z í viðtali við The New York Times árið 2017 þegar hann sagði að þau notuðu „list næstum eins og tíma í meðferð“ til að skapa nýja tónlist. Hins vegar, þar sem þau unnu einnig að þeirra eigin plötum, 4:44 og Lemonade, og tónlist Beyoncé þróaðist hraðar, var verkefnið tímabundið sett í bið. Orðrómur um samstarfsverkefnið þeirrar fór á kreik í mars 2018 þegar hjónin tilkynntu sameiginlega tónleikaferðalagið sitt On the Run II Tour.[2]

Meirihluti plötunnar var tekinn upp í U Arena í París. Lögin „Friends“, „Black Effect“ og „Salud!“ voru tekin upp í Kingslanding Studios West í Los Angeles og frekari upptökur á „Summer“ og „Nice“ fóru fram í The Church Studios í London. Beyoncé og Jay-Z framleiddu öll lögin sjálf með öðrum upptökustjórum, þar á meðal Pharrell Williams, Cool & Dre, Boi-1da, Jahaan Sweet, David Andrew Sitek, D'Mile, El Michels, Fred Ball, Illmind, MeLo-X, Mike Dean og Nav. Platan var að mestu tekin upp af Stuart White og Gimel „Young Guru“ Keaton.[3]

Listaverk

Eftir útgáfu plötunnar bjó Louvre safnið til skoðunarferð með leiðsögn um listina sem sýnd var í tónlistarmyndbandinu „Apeshit“.[4]

Kápa plötunnar er rammi úr tónlistarmyndbandinu fyrir „Apeshit“. Á henni eru tveir af dönsurum Beyoncé, Jasmine Harper og Nicholas „Slick“ Stewart, í Louvre safninu í París þar sem Harper er að gera í hárið á Stewart fyrir framan málverkið Mona Lisa eftir Leonardo da Vinci.[5]

Útgáfa og kynning

Óvænta útgáfa plötunnar var tilkynnt á tónleikum þeirra On the Run II Tour í London.

Þann 6. júní 2018 lögðu Beyoncé og Jay-Z af stað í sameiginlega tónleikaferðalag sitt On the Run II Tour sem var framhald af tónleikaferðalaginu þeirra On the Run Tour frá 2014. Í lok annara tónleika þeirra í London Stadium í London þann 16. júní 2018 tilkynnti Beyoncé tónleikagestunum að tvíeykið myndi koma þeim á óvart áður en þau yfirgáfu sviðið. Síðan spilaðist tónlistarmyndbandið fyrir lagið „Apeshit“ á LED skjánum á sviðinu. Eftir frumsýningu myndbandsins birtust orðin „ALBUM OUT NOW“ á skjánum. Everything Is Love var í kjölfarið gefin út eingöngu á Tidal, streymisveitu í eigu Jay-Z, og allir tónleikagestir fengu ókeypis sex mánaða prufuáskrift að veitunni til að geta streymt plötunni.[6] Plötuna var einnig hægt að kaupa í gegnum tónlistarverslun á vef Tidal. Útgáfa plötunnar var tilkynnt um allan heim á samfélagsmiðlum Beyoncé og Jay-Z þar sem flytjendurnir kölluðu sig the Carters.[7] Sama dag var tónlistarmyndbandið fyrir annað lag plötunnar og aðalsmáskífuna, „Apeshit“ gefið út á YouTube rás Beyoncé. Myndbandið var leikstýrt af Ricky Saiz og tekið upp á Louvre listasafninu í París.[8][9]

Þann 18. júní var platan gefin út á ýmsum öðrum vettvöngum, þar á meðal á iTunes Store, Apple Music, Deezer, Amazon Music, Napster, Google Play Music og Spotify.[10]

Söluárangur

Beyoncé og Jay Z koma fram á á tónleikaferðalaginu.

Everything Is Love fór beint í annað sætið á bandaríska Billboard 200 vinsældalistanum með 123.000 seldar einingar sem jafngilda plötu (þar af 70.000 eintök sem hrein sala af plötunni) fyrstu vikuna.[1] Platan komst á vinsældalistann eftir minna en sex daga virkni á Tidal, og fjögurra daga virkni á öllum öðrum stafrænum söluaðilum og streymisveitum.[11] Í sinni annari viku fór platan niður í fjórða sæti listans og seldust 59.000 einingar til viðbótar.[12] Í sinni þriðju viku fór platan niður í áttunda sæti listans með 33.000 einingar í viðbót.[13] Í fjórðu vikunni hélt platan áttunda sætinu með 29.000 fleiri einingar.[14] Everything Is Love var 70. vinsælasta plata ársins 2018 á bandaríska Billboard 200 vinsældalistanum.[15] Þann 14. janúar 2019 hlaut platan gull viðurkenningu af Recording Industry Association of America (RIAA) fyrir samanlagða sölu á plötunni og einingum sem jafngilda plötu með yfir 500.000 einingar í Bandaríkjunum.[16]

Lagalisti

Everything Is Love — Stöðluð útgáfa
Nr.TitillLagahöfundur/arLengd
1.„Summer“
  • Beyoncé
  • Shawn Carter
  • Homer Steinweiss
  • James Fauntleroy II
  • Marcello Valenzano
  • Thomas Brenneck
  • Leon Michels
  • Michael Herard
  • Andre Lyon
4:45
2.„Apeshit“
4:24
3.„Boss“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Tyrone Griffin Jr.
  • Dernst Emile II
4:04
4.„Nice“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Denisia Andrews
  • Brittany Coney
3:53
5.„713“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Valenzano
  • Lyon
  • Rayshon Cobbs Jr.
  • Robert Caldwell
  • Lonnie Lynn
  • Bruce Malament
  • Norman Harris
  • James Yancey
  • Andre Young
  • Melvin Bradford
  • Scott Storch
  • Paul Bender
  • Simon Mavin
  • Perrin Moss
  • Naomi Saalfield
3:13
6.„Friends“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Matthew Samuels
  • Jahaan Sweet
  • Andrews
  • Coney
  • Tavoris Hollins Jr.
  • Amir Esmailian
  • Navraj Goraya
  • Rupert Thomas Jr.
5:44
7.„Heard About Us“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Samuels
  • Nija Charles
  • Sweet
  • Anderson Hernandez
  • Ramon Ibanga Jr.
  • Sean Combs
  • James Mtume
  • Jean-Claude Olivier
  • Christopher Wallace
3:10
8.„Black Effect“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Andrews
  • Coney
  • Lyon
  • Cobbs, Jr.
  • Valenzano
  • Alexander Smith
  • Jun Kozuki
5:15
9.„LoveHappy“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Andrews
  • Coney
  • Lynn
  • Charles
  • David Sitek
  • Bill Laswell
  • Thierry Planelle
  • Jean Touitou
  • Eddie Campbell
  • Ernie Johnson
  • Pete James
  • Raphael Saadiq
  • James Poyser
  • Robert Ozuna
  • Glenn Standridge
  • Erica Wright
  • Larry Graham
3:49
Samtals lengd:38:18
Everything Is Love — Útgáfa á beyonce.com
Nr.TitillLagahöfundur/arLengd
1.„LoveHappy“
  • Beyoncé
  • Shawn Carter
  • Denisia Andrews
  • Brittany Coney
  • Lonnie Lynn
  • Melvin Bradford
  • David Sitek
  • Bill Laswell
  • Thierry Planelle
  • Jean Touitou
  • Eddie Campbell
  • Ernie Johnson
  • Pete James
  • Raphael Saadiq
  • James Poyser
  • Robert Ozuna
  • Glenn Standridge
  • Erica Wright
  • Larry Graham
3:49
2.„Apeshit“
4:24
3.„Boss“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Tyrone Griffin Jr.
  • Dernest Emile II
4:04
4.„Nice“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Andrews
  • Coney
3:53
5.„713“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Marcello Valenzano
  • Andre Lyon
  • Rayshon Cobbs Jr.
  • Robert Caldwell
  • Lynn
  • Bruce Malament
  • Norman Harris
  • James Yancey
  • Andre Young
  • Bradford
  • Scott Storch
  • Paul Bender
  • Simon Mavin
  • Perrin Moss
  • Naomi Saalfield
3:13
6.„Friends“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Matthew Samuels
  • Jahaan Sweet
  • Andrews
  • Coney
  • Tavoris Hollins Jr.
  • Amir Esmailian
  • Navraj Goraya
  • Rupert Thomas Jr.
5:44
7.„Heard About Us“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Samuels
  • Nija Charles
  • Sweet
  • Anderson Hernandez
  • Ramon Ibanga Jr.
  • Sean Combs
  • James Mtume
  • Jean-Claude Olivier
  • Christopher Wallace
3:10
8.„The Black Effect“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Andrews
  • Coney
  • Lyon
  • Cobbs, Jr.
  • Valenzano
  • Alexander Smith
  • Jun Kozuki
5:13
9.„Salud!“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Valenzano
  • Lyon
  • Eliot Dubock
  • Terius Nash
3:33
Samtals lengd:37:04
Everything Is Love — ChopNotSlop Remix
Nr.TitillLengd
1.„Summer“7:29
2.„Boss“6:59
3.„Black Effect“5:43
4.„Friends“8:23
5.„LoveHappy“5:15
6.„Apeshit“6:05
7.„713“5:50
8.„Salud!“5:27
9.„Nice“5:58
10.„Heard About Us“5:53
Samtals lengd:63:02

Útgáfa

Listi yfir útgáfudagsetningar, svæði, snið, útgefendur og tilvísanir
SvæðiDagsetningSniðÚtgefandiTilv.
Ýmis16. júní 2018
  • Parkwood
  • Sony
  • S.C
  • Roc Nation
[17]
18. júní 2018
  • Streymi
  • stafrænt niðurhal
[18][19]
6. júlí 2018Geisladiskur[20]
Japan22. ágúst 2018GeisladiskurSony Music Entertainment Japan[21]

Heimildir

Fyrirmynd greinarinnar var „Everything Is Love“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. júní 2023.

Tilvísanir