Forsetakosningar á Íslandi 2024

Forsetakosningar á Íslandi 2024 munu fara fram 1. júní 2024. Sitjandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, sem setið hefur tvö kjörtímabil sem forseti Íslands gaf ekki kost á sér til endurkjörs og er því ljóst að nýr forseti verður kjörinn, sá sjöundi frá stofnun lýðveldisins.

Framkvæmd

Samkvæmt stjórnarskrá Íslands er forseti er kjörinn í beinum leynilegum kosningum af þeim sem kosningarrétt hafa í alþingiskosningum. Sá sem fær flest atkvæði í kosningunum telst rétt kjörinn forseti.

Þessar forsetakosningar eru þær fyrstu sem fara fram samkvæmt nýjum kosningalögum sem samþykkt voru árið 2021 og gilda um allar kosningar á Íslandi, en áður giltu sérstök lög um forsetakosningar. Helsta nýbreytnin í nýju kosningalögunum eru að forsetakosningar fara framvegis fram fyrsta laugardag í júní, en þó ekki ef það er laugardagurinn fyrir hvítasunnudag, þá skulu kosningarnar fara fram einni viku síðar, en samkvæmt eldri lögum var miðað við seinasta laugardag í júní. Framboðsfrestur er til hádegis 26. apríl og skal kjörskrá einnig liggja fyrir þann sama dag. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst 2. maí hjá sýslumönnum.

Til að vera í framboði þarf forsetaefni að skila inn að lágmarki 1500 en að hámarki 3000 meðmælum frá kjósendum sem þurfa að koma úr öllum landsfjórðungum í samræmi við hlutfallslega skiptingu kjósenda á milli þeirra. Í forsetakosningunum 2020 var í fyrsta skipti leyft með sérstakri lagabreytingu að meðmælum væri safnað rafrænt en það var gert sérstaklega með vísan til heimsfaraldurs COVID-19. Með nýju kosningalögunum frá 2021 var þó gert ráð fyrir að rafræn söfnun meðmæla yrði í boði til frambúðar. Opnað var fyrir rafræna söfnun meðmæla á vefnum Island.is þann 1. mars 2024. Þar geta væntanlegir frambjóðendur stofnað meðmælasöfnun og kjósendur geta skráð meðmæli með frambjóðendum með rafrænum skilríkjum sínum. Mun fleiri einstaklingar stofnuðu meðmælasöfnun með þessum hætti en þeir sem gáfu út nokkra opinbera tilkynningu um framboð.

Frambjóðendur

Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, tilkynnti í nýársávarpi sínu 1. janúar 2024 að hann yrði ekki í framboði eftir átta ára setu í embættinu.[1] Nokkrir frambjóðendur komu fram fljótlega eftir það en flest framboðin komu þó fram eftir miðjan marsmánuð.

Hér að neðan er fjallað um framboð þeirra sem tilkynnt hafa sérstaklega um framboð sitt þannig að um það hafi verið fjallað af fjölmiðlum. Auk neðangreindra hafa fjölmargir stofnað meðmælasöfnun á vefnum Island.is án þess að gera nokkuð annað til að kynna framboð sitt. Í einhverjum tilfellum stofnuðu einstaklingar slíka meðmælasöfnun fyrir mistök.[2] Þann 18. apríl 2024 voru 82 einstaklingar með virka rafræna meðmælasöfnun og enn fleiri höfðu áður verið með slíka söfnun í gangi en lokað henni.

Skiluðu inn framboðum

Eftirtaldir 13 frambjóðendur skiluðu inn framboðum til landskjörstjórnar fyrir lok framboðsfrests á hádegi þann 26. apríl. Landskjörstjórn úrskurðar um gildi framboða í síðasta lagi 2. maí.

FrambjóðandiTitillLýst yfir framboðiHeimildir
Arnar Þór JónssonHæstaréttarlögmaður3. janúar 2024[3]
Ásdís Rán GunnarsdóttirFyrirsæta3. janúar 2024[4][5]
Ástþór MagnússonViðskiptamaður og stofnandi Friðar 20003. janúar 2024[6]
Baldur ÞórhallssonPrófessor í stjórnmálafræði20. mars 2024[7]
Eiríkur Ingi JóhannssonSjómaður6. apríl 2024[8]
Halla Hrund LogadóttirOrkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard-háskóla7. apríl 2024[9]
Halla TómasdóttirRekstrarhagfræðingur17. mars 2024[10]
Helga ÞórisdóttirForstjóri Persónuverndar27. mars 2024[11]
Jón GnarrLeikari og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur2. apríl 2024[12]
Katrín JakobsdóttirForsætisráðherra Íslands5. apríl 2024[13]
Kári Vilmundarson Hansen[14]
Steinunn Ólína ÞorsteinsdóttirLeikkona4. apríl 2024[4][15][16]
Viktor TraustasonAtvinnulaus[17]

Aflýst framboð

FrambjóðandiTitillLýsti yfir framboðiHætti við framboðUpplýsingarHeimildir
Agnieszka SokolowskaVerkefnastjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og sjálfstætt starfandi túlkur1. mars 2024Skilaði ekki inn framboði[18]
Angela Snæfellsjökuls RawlingsListamaður21. mars 2024Skilaði ekki inn framboði.[4][19]
Axel Pétur AxelssonHlaðvarpsstjórnandi og samsæriskenningarmaður31. desember 2023Skilaði ekki inn framboði[20][21]
Búi BaldvinssonKvikmyndagerðarmaður2. mars 20248. mars 2024Búi tilkynnti framboð sitt á Facebook síðu sinni 2. mars en tók færsluna út og fjarlægði meðmælasöfnun sína 8. mars.[22][4]
Sigríður Hrund PétursdóttirFjárfestir og fyrrverandi formaður Félags kvenna í atvinnulífinu12. janúar 202426. apríl 2024Tilkynnti á lokadegi framboðsfrests að hún hefði fallið frá framboði.[23]
Guðbergur GuðbergssonFasteignasali22. mars 2024Skilaði ekki inn framboði.[24][25]
Guðmundur Felix GrétarssonRafveituvirki3. apríl 2024Skilaði ekki inn framboði.[26]
Guðni Þór Þránd­ar­sonEfnafræðingur21. mars 2024Skilaði ekki inn framboði[27]
Halldór Laxness HalldórssonSkemmtikraftur1. janúar 20246. janúar 2024Þann 2. janúar ákvað Halldór að skilyrða framboðið sitt við eldgos á Reykjanesi þann 6. janúar 2024, það er að segja að ef að gjósa myndi þann dag, myndi hann fara í framboð, sem gerðist ekki.[28][29]
Húni HúnfjörðViðskiptafræðingur2. mars 2024Skilaði ekki inn framboði[22][4]
Margrét FriðriksdóttirFjölmiðlakona22. mars 202428. mars 2024Margrét stofnaði meðmælalista 22. mars en 28. mars tók hún meðmælalistann til baka vegna fjölda frambjóðanda og vegna þess að það var aldrei nein alvara með framboði hennar.[4][30][31]
Snorri ÓttarssonHúsasmiður4. mars 20243. apríl 2024Snorri stofnaði til meðmælasöfnunar 4. mars en fjarlægði hana 3. apríl.[4][32]
Tómas Logi HallgrímssonBjörgunarsveitarmaður5. janúar 202420. mars 202420. mars tók Tómas Logi framboð sitt til baka vegna fárra undirskrifta og lýsti í kjölfarið yfir stuðningi við framboð Baldurs Þórhallssonar.[33][34]

Mögulegir frambjóðendur

Ýmis önnur nöfn voru nefnd í þjóðarumræðunni um mögulega frambjóðendur, þar á meðal voru Dagur B. Eggertsson, Davíð Oddsson, Bjarni Benediktsson, Eva María Jónsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Magnús Geir Þórðarson, Róbert Spanó, Svafa Grönfeldt, Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Fannar Jónasson, Óttarr Proppé, Gerður Kristný Guðjónsdóttir, Stefán Eiríksson, Haraldur Þorleifsson, Lilja Alfreðsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Andri Snær Magnason, Pawel Bartoszek, Þóra Arn­órs­dótt­ir, Þorgrím­ur Þrá­ins­son og Al­freð Gísla­son öll í umræðunni.

Tilvísanir