Forseti Brasilíu

Forseti Brasilíu (portúgalska: Presidente do Brasil), opinberlega forseti Sambandslýðveldisins Brasilíu (portúgalska: Presidente da República Federativa do Brasil) eða einfaldlega forseti lýðveldisins, er þjóðhöfðingi og ríkisstjórnarleiðtogi Brasilíu og æðsti leiðtogi brasilíska hersins.

Embættisfáni forseta Brasilíu.

Stofnað var til forsetaræðis í Brasilíu árið 1889 eftir að lýðveldi var stofnað í kjölfar herforingjabyltingar gegn Pétri 2. Brasilíukeisara. Síðan þá hefur Brasilía haft sex stjórnarskrár og hefur farið í gegnum þrjú einræðistímabil og þrjú lýðræðistímabil. Á lýðræðistímabilum Brasilíu hefur alltaf verið við lýði kosningaskylda. Stjórnarskrá Brasilíu og viðaukar við hana mæla fyrir um skyldur, völd og kjörgengi forsetans, lengd kjörtímabilsins og fyrirkomulag kjörs þeirra.[1]

Luiz Inácio Lula da Silva er 39. og núverandi forseti landsins. Hann var svarinn í embætti þann 1. janúar 2023 eftir að hafa unnið sigur í forsetakosningum árið áður.[2] Lula var áður 35. forseti Brasilíu frá 2003 til 2011.

Tilvísanir

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.