Gáttatif

Gáttatif (e. atrial fibrillation) er algeng hjartsláttartruflun sem veldur óreglulegum hjartslætti sem oft er hraður. Greining á gáttatifi er gerð með hjartalínuriti (e. electrocardiogram). Greiningin byggist á óreglulegri sleglavirkni (óregluleg RR bil) og skorti á P bylgjum. Gáttatif getur verið einkennalaust en oft fylgir því hraður hjartsláttur, hjartsláttaróþægindi, slappleiki, þreyta, svimi, skert úthald og/eða mæði. Nauðsynlegt er að meta áhættu á heilablóðfalli og segamyndun hjá einstaklingum með gáttatif og við aukna áhættu er mælt með blóðþynnandi lyfjameðferð.[1][2]

Tilvísanir