Hörður Felixson

Hörður Felixson (25. október 1931 - 29. ágúst 2018) var íslenskur íþróttamaður. Hann var meðlimur í landsliði Íslands í fótbolta á árunum 1958 til 1963 og spilaði með því 11 leiki.[1][2] Hann var einnig leikmaður hjá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur þar sem hann vann nokkra Íslands- og bikarmeistara titla. Auk fótboltans, spilaði Hörður einnig handbolta í nokkur ár, bæði með landsliði Íslands og KR, þar sem hann varð Íslandsmeistari árið 1958.[3][4]

Bræður Harðar, Gunnar Felixson og Bjarni Felixson, spiluðu báðir með honum í KR og íslenska landsliðinu. Árið 1963 léku bræðurnir þrír saman fyrir Ísland í tveimur leikjum gegn Englandi.[5]

Tilvísanir

Ytri tenglar