Járngreip

Járngreip eða járnglófar (ekki alltaf með eiginnafni) eru hanskar þeir sem Þór hefur til að ná gripi eða verja hendur sínar samkvæmt Gylfaginningu.[1] Var það einn þriggja kostagripa Þórs, en hinir voru hamarinn Mjölnir og beltið Megingjarðir.

"Þór" (1901) eftir Johannes Gehrts.

Þegar Þór fór að áeggjan Loka til Geirröðargarða án hamars, glófa og gjarða, þá fékk hann áþekka hluti hjá gýginni Gríði.

Engar heimildir eru um megingjarðirnar eða járnglófana fyrr en í Snorra-Eddu, og gæti verið miðalda viðbót.[2]

Tilvísanir

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.