Listi yfir íslenska málshætti

Eftirfarandi er listi yfir íslenska málshætti:

A

  • Að hika er sama og að tapa
  • Að tala er silfur, en að þegja er gull
  • Af misjöfnu þrífast börnin best
  • Allar gjafir þiggja laun
  • Aldrei er góð vísa of oft kveðin
  • Aldrei skal gráta liðna stund
  • Allir brosa á sama tungumáli
  • Allir eru skyldir sjálfum sér
  • Allt er hey í harðindum
  • Allt er vænt sem vel er grænt
  • Allt er þegar þrennt er
  • Allt vill lagið hafa
  • Allt vill lifa
  • Allur er varinn góður.

Á

  • Á heimahaug er haninn frakkastur
  • Á morgun segir sá lati
  • Árinni kennir illur ræðari
  • Ást hylur lýti
  • Ástarhugir oftast saman rata

B

  • Barnið vex en brókin ekki
  • Batnandi manni er best að lifa
  • Ber er hver að baki nema sér bróður eigi
  • Betra er autt rúm en illa skipað
  • Betra er að iðja en biðja
  • Betra er fylgi en fjölmenni
  • Betra er seint en aldrei
  • Betra er yndi en auður
  • Betri er hálfur skaði en allur
  • Betri er krókur en kelda
  • Betri er lítill fiskur en tómur diskur
  • Betri er mánudagshnerri en móðurkoss
  • Betur má ef duga skal
  • Betur sjá augu en auga
  • Blessun fylgir barni hverju
  • Blindur er bóklaus maður
  • Blindur er hver í sjálfs síns sök
  • Bragð er að þá barnið finnur
  • Bráð er barnalundin
  • Brennt barn forðast eldinn
  • Brjóta skal bein til mergjar
  • Bylur hæst í tómri tunnu

D

  • Dagur og nótt bíða ekki eftir neinum
  • Dramb er falli næst
  • Drjúg eru morgunverkin
  • Dropinn holar harðan stein

E

  • Eftir höfðinu dansa limirnir
  • Eigi er sopið þó í ausuna sé komið
  • Eitt barn sem ekkert, tvö sem tíu
  • Ein syndin bíður annari heim
  • Einhversstaðar verða vondir að vera
  • Eins dauði er annars brauð
  • Ekkert er fullreynt í fyrsta sinn
  • Ekki er allt gull sem glóir
  • Ekki er ráð nema í tíma sé tekið
  • Ekki sér á svörtu
  • Ekki skal lengi lítils bíða
  • Ekki verður bókvitið í askanna látið
  • Engar fréttir eru góðar fréttir
  • Engin er rós án þyrna
  • Enginn er annars bróðir í leik
  • Enginn er verri þó hann vökni
  • Enginn fær ófreistað
  • Enginn kann tveimur herrum að þjóna
  • Enginn má við margnum
  • Enginn veit í annars brjóst
  • Enginn veit sína æfina fyrr en öll er
  • Enginn verður ágætur af engu
  • Enginn verður óbarinn biskup
  • Engum er alls varnað

F

  • Fall er fararheill
  • Fallinn er hver þá fótana missir
  • Fáir eru smiðir í fyrsta sinn
  • Fátt segir af einum
  • Fleira verður að gera en gott þykir
  • Flýtur á meðan ekki sekkur
  • Fjarlægðin gerir fjöllin blá
  • Frelsi er fé betra
  • Fullreynt er í fjórða sinn
  • Fyrr er fullt en út af flóir
  • Fyrra verkið vinnur hið síðara
  • Fyrst er allt frægast

G

  • Gleymt er þá gleypt er
  • Glöggt er gests augað
  • Græddur er geymdur eyri
  • Gæfa fylgir djörfum

H

  • Halur er heima hver[1]
  • Hálfnað er verk þá hafið er
  • Hált er heimsglysið
  • Heima er best
  • Hlátur lengir lífið
  • Huggun er manni mönnum af
  • Hugur ræður hálfum sigri
  • Hugurinn ber mann hálfa leið
  • Hvað ungur nemur gamall temur
  • Hver er sinnar gæfu smiður
  • Hver er sínum hnútum kunnugastur
  • Hver hefur sinn djöful að draga
  • Hver hefur sýna byrði að bera
  • Hverjum þykir sinn fugl fagur

I

  • Illur á ills von
  • Illu er best af lokið

Í

  • Í upphafi skyldi endinn skoða

J

  • Jafnan er hálfsögð sagan, ef einn segir
  • Járnið skal hamra á meðan það er heitt
  • Jöfnuður góður allur er

K

  • Kapp er best með forsjá
  • Kemst þó hægt fari
  • Koma dagar koma ráð
  • Kólnar heitt, ef kalt blæs á
  • Kóngur er hver af klæðunum
  • Kóngur í dag. Dauður á morgun
  • Krókur á móti bragði
  • Krummi verður ei hvítur þótt hann baði sig
  • Kurteisi kostar ekkert
  • Kærleikurinn er kröfuhæstur

L

  • Lengi getur vont versnað
  • Lengi lifir í góðum glæðum
  • Lengi lifir í kolunum
  • Lengi tognar hrátt skinn
  • Leynist straumur í lygnu vatni
  • Litlu má með ljúfum skipta
  • Lífið er núna
  • Líkur sækir líkan heim
  • Lærdómstími æfin er
  • Löngum hlær lítið vit

M

  • Maður er manns gaman
  • Margt er í hjónahjali
  • Margt smátt gerir eitt stórt
  • Margt þarf búmaðurinn bandið
  • Margur er knár þó hann sé smár
  • Margur heldur mig sig
  • Margur hyggur auð í annars garð
  • Margur verður af aurum api
  • Mjúk er móðurhöndin
  • Morgunstund gefur gull í mund

N

  • Nauðsyn brýtur lög
  • Náttúran er náminu ríkari
  • Neyðin kennir naktri konu að spinna
  • Nú er það af sem áður var
  • Nýir vendir sópa best

O

  • Oft er flagð undir fögru skinni
  • Oft er misjafn sauður í mörgu fé
  • Oft ilmar eitruð rós
  • Oft kemur góður þá getið og illur þá um er rætt
  • Oft má satt kyrrt liggja
  • Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi

Ó

  • Ófróður er sá sem einskis spyr
  • Óttinn drepur ekki dauðann

P

  • Prýðir bætandi hönd

R

  • Raun er að vera rassvotur
  • Ragur er sá sem við rassinn glímir
  • Rúsínan í pylsuendanum

S

  • Samtal er sorgarléttir
  • Sá á fund sem finnur
  • Sá á kvölina sem á völina
  • Sá einn veit sem reynir
  • Sá hlær best sem síðast hlær
  • Sá kennir öðrum vaðið sem undan ríður
  • Sá vægir sem vitið hefur meira
  • Sjaldan er ein báran stök
  • Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni
  • Sjaldséðir eru hvítir hrafnar
  • Sjaldan veldur einn, þá tveir deila
  • Sjálfan sækir háðið heim
  • Sjón er sögu ríkari
  • Skammt er á milli skeggs og höku
  • Svo ergist hver sem hann eldist

T

  • Taka skal viljann fyrir verkið
  • Tekst þá tveir vilja
  • Tíminn læknar öll sár
  • Tómir vagnar skrölta mest
  • Tvisvar verður gamall maður barn
  • Tvisvar verður sá feginn sem á steininn sest

U

  • Umgengni lýsir innri manni
  • Unnin verk verða ekki aftur tekin
  • Una augu meðan horfa

Ú

  • Úti er þraut þá unnin er

V

  • Valt er völubeinið
  • Verkið lofar meistarann
  • Vogun vinnur og vogun tapar

Þ

  • Það mæla börn, sem vilja
  • Þeir skora sem þora
  • Þegar ein báran rís er önnur vís
  • Þeir fiska sem róa
  • Þeir sletta skyrinu sem eiga það
  • Þjóð veit þá þrír vita
  • Þolinmæðin þrautir vinnur allar
  • Þröngt mega sáttir sitja
  • Þungt er þegjandi böl

Æ

  • Æ sér gjöf til gjalda
  • Ærlegt líf er sjálfsvaldi
  • Ærslafull er æskan

Ö

  • Öl er innri maður
  • Öl kætir, öl grætir
  • Öll er neyðin nöpur
  • Öll él birtir um síðir
  • Öll vötn renna til sjávar
  • Öllu gamni fylgir nokkur alvara
  • Öllu má ofbjóða
  • Örskamt er öfganna milli

Ytri tenglar