Matthías Johannessen

Matthías Johannessen (f. 3. janúar 1930, d. 11. mars 2024) var íslenskt ljóðskáld og rithöfundur.

Matthías fæddist í Reykjavík og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950. Hann stundaði síðan nám við Háskóla Íslands og lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum árið 1955 með bókmenntir sem aðalgrein. Hann hélt síðan til Kaupmannahafnar þar sem hann stundaði framhaldsnám í bókmenntum veturinn 1956-1957.

Fyrsta ljóðabók Matthíasar Borgin hló kom út árið 1958 og vakti töluverða athygli.[1] Síðan hefur hann gefið út tugi ljóðabóka, auk fræðibóka, skáldsagna, smásagnasafna, leikrita og viðtalsbóka.[2][3] Hann var blaðamaður á Morgunblaðinu meðfram háskólanámi og síðar ritstjóri þess á árunum 1959-2000.[4]

Tilvísanir

Tenglar

Tengt efni

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
🔥 Top keywords: ForsíðaKerfissíða:Nýlegar breytingarKerfissíða:LeitCarles PuigdemontLandsbankinnForsetakosningar á Íslandi 2024Listi yfir íslensk póstnúmerHalla Hrund LogadóttirMarie AntoinetteFiann PaulListi yfir skammstafanir í íslenskuÍslandsbankiListi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaSeinni heimsstyrjöldinListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaSumardagurinn fyrstiListi yfir íslensk mannanöfnÍslandIsland.isBaldur ÞórhallssonBørsenJón GnarrAlþingiHalla TómasdóttirForsetakosningar á Íslandi 2016Alþingiskosningar 2021Hjálp:EfnisyfirlitBjarni Benediktsson (f. 1970)Wikipedia:Um verkefniðKatrín JakobsdóttirÓlafur Ragnar GrímssonHáskóli ÍslandsBrúðkaupsafmæliForseti ÍslandsVigdís FinnbogadóttirGylfi Þór SigurðssonÓlafur Darri ÓlafssonReykjavíkWikipedia:Samfélagsgátt