Nicoline Weywadt

Nicoline Marie Elise Weywadt (5. febrúar 1848 – 20. febrúar 1921) var fyrsta konan á Íslandi sem lærði og vann við ljósmyndun. Eftir að hafa lokið námi í Kaupmannahöfn tók hún við rekstri bóndabæjar föður síns á Djúpavogshreppi. Hún byggði sína eigin ljósmyndastofu og vann þar í mörg ár.[1][2]

Nicoline Weywadt
Ljósmynd Nicoline Weywadt af húsinu á Teigarhorni

Æviágrip

Nicole Marie Elise Weywadt fæddist þann 5. febrúar árið 1848 á Djúpavogi og var næstelst 14 barna Niels Peters Emils Weywadt (1814–1883), forstöðumanns hjá versluninni Ørum & Wulff, og eiginkonu hans, Sophie Brochdorf (1826–1902). Árið 1880 flutti fjölskyldan í hús sem Niels Weywadt hafði byggt á Teigarhorni.[3]

Nicoline Weywadt lærði ljósmyndun og steindafræði í Kaupmannahöfn, útskrifaðist árið 1872 og varð fyrsta íslenska konan sem lagði fyrir sig ljósmyndun. Þegar hún sneri heim til Íslands stofnaði hún ljósmyndastofu á Djúpavogi, þá fyrstu í austurhluta Íslands.[4] Eftir að faðir hennar lést árið 1883 tók Nicoline yfir rekstur Teigarhornsbæjarins og setti þar upp vinnustofu fyrir ljósmyndunarstörf sín. Nicoline vann alls við ljósmyndun í um 30 ár.[4] Hún tók bæði mannamyndir og landslagsmyndir og seldi einnig skrautsteina.[5] Hún þjálfaði systurdóttur sína, Hansínu Regínu Björnsdóttur (1884–1973), sem aðstoðarmann sinn.[1][6] Árið 1888 fór Nicoline aftur til Kaupmannahöfnar til að öðlast reynslu í ljósmyndun með þurrplötum.[7] Í kringum árið 1903 eftirlét hún Hansínu, sem hafði útskrifast úr ljósmyndun í Kaupmannahöfn árið 1902, stjórn á ljósmyndastofunni.[3]

Nicoline Weywadt lést þann 20. febrúar árið 1921.[4] Hún er jörðuð í Hálskirkjugarði.

Tilvísanir