Palembang

Palembang er höfuðstaður héraðsins Suður-Súmötru í Indónesíu. Borgin stendur við Musi-á. Íbúar eru um 1,7 milljónir. Palembang er ein af elstu borgum Indónesíu. Hún var höfuðborg konungsríkisins Srivijaya á miðöldum. Um tíma var borgin sjóræningjahöfn en síðan höfuðborg sjálfstæðs soldánsdæmis. Á 17. öld hóf Hollenska Austur-Indíafélagið verslun við soldánsdæmið sem varð mikilvæg uppspretta fyrir hvítan pipar. Hollendingar lögðu soldánsdæmið undir sig á 19. öld og borgin varð hluti af Hollensku Austur-Indíum.

Amperabrú í Palembang
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.