Sjálandshérað

Sjálandshérað er eitt af fimm héruðum Danmerkur frá 2007 og nær yfir megnið af eyjunni Sjálandi, fyrir utan norðausturhlutann sem tilheyrir Höfuðborgarsvæði Danmerkur, auk eyjanna Lálands, Falsturs, Manar og fleiri eyja. Þrjú fjölmennustu sveitarfélögin í Sjálandshéraði eru Hróarskelda, Næstved og Slagelse. Sórey er höfuðstaður héraðsins.

Sjálandshérað er næstfámennasta hérað Danmerkur með um 850 þúsund íbúa.

Sveitarfélög

Sveitarfélög Sjálandshéraðs.