Spjall:Kóreska

Hmm, smá spurning, er það ekki Kóreíska? --Ís201 00:33, 28 júlí 2007 (UTC)

Hvar finnur maður áræðanlegar heimildir fyrir svona þýðingum? Ekki veit ég hvort er réttara. --Steinninn 00:47, 28 júlí 2007 (UTC)
Kóreska er réttara. Maður getur t.d. prófað að googla ef maður telur sig vera með góðan kandídat. Annars finnast þessi heiti eflaust í einhverjum bókum. --Akigka 00:49, 28 júlí 2007 (UTC)
Lýsingarorðið sem nafn tungumálsins er myndað af er „kóreskur“. Sjá heimasíðu ísmal. --Cessator 01:08, 28 júlí 2007 (UTC)

Já það er ástæða sem ég er að spurja þetta, ég hef reynt að profa á google.is kóreska og kóreiska, ég hef fundið meira með kórei´ska.... en lýsingarorðið er kóreskur, svo já.. hvað er á malstöðinu? --Ís201 01:15, 28 júlí 2007 (UTC)

Íslensk málstöð: Landaheiti og höfuðstaðaheiti. --Cessator 01:18, 28 júlí 2007 (UTC)
Ef þú googlar "kóreíska" með gæsalöppum (til að broddstafirnir haldi sér) þá færðu enga niðurstöðu. "Kóreska" (með sömu aðferð) gefur hins vegar yfir 11.300 niðurstöður. --Akigka 01:20, 28 júlí 2007 (UTC)

Það er ágætt að fara í orðabækur ef menn efast. Þar stendur hvarvetna - alltént þar sem ég hef leitað - kóreska. Það getur alltaf verið vafasamt að gúgla, þó það segi oftar en ekki til um hvað er réttara. Kóríska eða kóreíska finn ég ekki neinni orðabók. Þannig að þar hafði gúglið „rétt“ fyrir sér - einsog oft áður. En það verður að taka því með varúð. Villur eiga það til að fjölga sér. Oft er betra að slá upp í Blöndal eða Möddanum (Orðabók Eddu)

Hvernig er það annars heitir ekki kóreska letrið hangul, og hanja það kóreska myndróf sem á uppruna sinn í því kínverska? Hef það hérna með bara svo það sé einhversstaðar. Þetta er bæði spurning og þvogl út í loftið.

Fara aftur á síðuna „Kóreska“.