Spjall:Princeton-háskóli

Greinin Princeton-háskóli er úrvalsgrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera á meðal vönduðustu greinanna í alfræðisafninu. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug.


Myndasafn

Er þetta ekki allt of allt of langt myndasafn? Það mætti frekar setja þetta í gallery á commons og hafa tengil í það. Minni á Wikipedia er ekki myndaalbúm. Mér finnst það mega vera myndir til að stiðja mál greinarinnar, en hér er ekki einusinni útskýringar á myndunum. --Steinninn 16:21, 17 júní 2007 (UTC)

Vissulega er Wikipedia ekki myndaalbúm. En þessi grein er líka ekki bara myndaalbúm. Það er rétt að það eru ekki útskýringar á hverri mynd, en það er fjallað um byggingarstíl í meginmálinu og byggingarstíll skólans er og hefur alltaf verið afar einkennandi fyrir hann. Það er matsatriði hvenær nóg er komið. Mér finnst þetta allt í lagi eins og er enda löng grein en ekki t.d. stubbur með stóru myndasafni. Myndirnar eru að sjálfsögðu allar á commons, svo það er ekki spurning um að færa þær eða eyða þeim. --Cessator 16:33, 17 júní 2007 (UTC)
Mér finnst Steinninn orðinn frekar æstur í að henda út hérna á pediunni. --Stalfur 16:38, 17 júní 2007 (UTC)
Sammála Cessator, ég held Wikipedia er ekki myndaalbúm er að meina að greinir sem eru bara myndaalbúm er bannað, en ef greinin er löng og með upplýsingar, ég sé ekkert mál til að hafa myndagallerí. Og það er kúl til að hafa myndir sem er bara á íslensku wikipediu og ekki commons, þá meira fólk ætlar að skoða íslensku wikipediuna finnst mér. :) því það er eitthvað spes sem við höfum. --Ice201 16:42, 17 júní 2007 (UTC)
Nei, ekki eyða þeim, í guðanna bænum. Spurning hvort það sé ekki betra að hafa handfilli af myndum hér og svo tengil á gallery á Commons sem önnur Wikipedia tungumál geta tengt í. Tek mara að handahófi Ísland sem dæmi. Þar er tengill á Commons þar sem gott safn af myndum er. Bæði sögulegar, útskýringar og landslagsmyndir. Ætti ekki að gera það sama hér? Ég vil ekki henda neinu út, bara sortera þetta á réttann hátt. Eða þannig sé ég þetta allavega. --Steinninn 01:11, 18 júní 2007 (UTC)
Eins og ég segi, þá finnst mér að myndasafn megi alveg vera stórt ef greinin er nógu löng til að myndirnar séu ekki asnalega stór hluti af henni. Lengri grein þolir fleiri myndir í myndasafni en stubbur. Eða það finnst mér. Annars eru myndirnar líka upplýsingar, því mynd segir meira en þúsund orð (alla vega skv. klisjunni). Ef það er samt almennur vilji fyrir því að fækka myndum, þá beygi ég mig undir það. En auðvitað má líka búa til albúm á commons fyrir hin málin þótt þessum myndum verði haldið í þessari grein. Þannig að mér finnst spurningin um hvort við viljum fækka myndunum aðallega snúast um hvort þær eru of margar hér í þessari grein eða ekki. Þess má geta að á commons eru enn fleiri myndir svo það mætti setja commons tengil hvort sem er. --Cessator 01:20, 18 júní 2007 (UTC)
Ef ég má segja, eins og ég sagði, það er gott að hafa myndir bara á íslensku wikipediu, það er eitthvað spes fyrir okkur finnst mér. Commons, eins og þú ert að segja Steinninn, er frábær hugmynd, en myndasafn er eins og smá forskoðun :) . Við erum heppinn að við höfum stjórnendur og notendur sem tók persónlegur myndir af Princeton-háskóli, Kasakstan, svoleiðis og hlaða inn þeim til að vera á íslensku wikipediu. Ég ætla kannski seinna að hlaða inn meira myndir frá Kasakstan og Belgíu á commons, en af hverju getum við bara hafið myndir specifically fyrir íslenskuna wikipediu? Hvað finnst þér Steinninn? Kannski við getum hafið limit fyrir myndir sem geta verið í myndasafn. --Ice201 01:22, 18 júní 2007 (UTC)
Mynd segir þúsund orð -- mjög satt :D hehe --Ice201 01:23, 18 júní 2007 (UTC)
Veistu, ég er bara ekki sammála því. En það er gaman að sjá að fólk hefur skoðanir á hlutunum. Það væri ekkert gaman ef allir hugsuðu eins. Ef þú ert að leggja fram hugmynd um að banna fólki að færa hluta af myndunum inn á Commons þá er það brot á GNU leyfinu, sem við bara getum ekki gert. Svo það er eins gott að setja þetta bara á Commons. Ég setti þetta upp í Pottinum, og það virtust allir vera sammála mér þar. Svo er meira ein líklegt að flestar af þeim myndum sem ég hef fært í dag frá is: yfir á commons: munu áfram bara vera notaðar á is: og hvergi annarstaðar, allavega svona fyrst um sinn. En aftur að þessari grein, ef það mundi koma útskýringar á myndirnar þá mundi það þagga mikið í mér. Þangað til þá set ég hlekk á commons albúmið. --Steinninn 01:31, 18 júní 2007 (UTC)
Ég setti einhverjar skýringar f. neðan hverja mynd. Var það eitthvað svona sem þú hafðir í huga? --Cessator 02:19, 18 júní 2007 (UTC)
Ég var ekki með neitt sérstakt í huga, en fjót á litið er þetta flott. --Steinninn 02:45, 18 júní 2007 (UTC)
Hehe, Steinninn ég er ekki að segja bannað fólk til að setja myndir á commons, af hverju væri það productive. Ég sagði svona bara að hafa myndir sem er bara fyrir íslensku wikipediu, og ennþá tengist Commons, hafa bæði, hvað er að með þessu? Ekki vera reiður maður :) Þau eru bara myndir :) --Ice201 01:44, 18 júní 2007 (UTC)
Ég skyl ekki enþá hvað þú ert að fara með þetta. --Steinninn 01:48, 18 júní 2007 (UTC)
Ég skil ekki alveg hvers vegna maður myndi ekki vilja leyfa öðrum Wikiverkefnum að nota myndirnar, þess vegna upphleð ég mínum myndum á Commons. En ég skil líka ekki af hverju Steina er í nöp við <gallery> kóðann! --Stalfur 01:52, 18 júní 2007 (UTC)
Ég vil ekki koma með eitthvað fávisku innskot hérna, en þótt að það sé kannski "rétt" að setja myndirnar inn á commons þá kíkja langflestir ekki þangað. Alveg eins og langflestir skoða ekki Velkomin/n sniðið. --Baldur Blöndal 01:53, 18 júní 2007 (UTC)
Það er ekkert réttara að hafa myndirnar á Commons, það er frekar smekksatriði í þessu tilfelli. Ég held frekar að Eysteinn hafi misskilið reglurnar sem segja að Wikipedia sé ekki einungis fyrir myndasöfn og hann hafi samviskusamlega bent á það sem hann taldi rétt. Þá getur vel verið að ég hafi rangt fyrir mér um fyrirætlanir Eysteins, en ég vil frekar að það komi fram hvað ég held svo þið skiljið betur hvað ég er að fara. Mér finnst þetta myndasafn allt í lagi, þó þykir mér eðlilegra að hafa myndasafnið alveg neðst vegna þess að það kaffærir tenglana sem eru neðst. Svo eru hugmyndir Ice201 um myndir sérstaklega fyrir íslensku Wikipedia misleiddar að mér þykir. Þetta er hvorki í samræmi við anda verkefnisins né skilvirk notkun á myndefni (sóun á geymsluplássi ef út í það er farið). Ef myndir eru varðar höfundarétti geta öll alfræðiritin notað þær á sanngjarnan hátt, ef um frjálst myndefni er að ræða er lang gáfulegast að geyma það á Commons enda engin lagaleg forsenda til að einnotka þær. Ég sé bara því miður ekki tilganginn í þessu. :) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 02:07, 18 júní 2007 (UTC)
Fara aftur á síðuna „Princeton-háskóli“.