Tundurskeytabátur

Tundurskeytabátur er lítill og hraðskreiður bátur sem ber tundurskeyti. Slíkir bátar eru notaðir gegn orrustuskipum óvinahers. Fyrstu bátarnir af þessari gerð báru tundurskeytin á bómu sem rekin var utan í óvinaskip en eftir 1866 gátu þeir sent af stað tundurskeyti með þrýstiloftsvél og skrúfu sem sigldu sjálf. Tundurskeytabátar voru litlir og ódýrir í framleiðslu. Því var hægt að nota þá í miklu magni gegn miklu stærri skipum. Ókosturinn við þá var að vegna lítillar drægni vélarinnar var ekki hægt að notast við þá á hafi úti.

Fyrsti nútímatundurskeytabáturinn HMS Lightning smíðaður 1876.

Tundurspillirinn var hannaður seint á 19. öld til að verja stærri skip gegn árásum tundurskeytabáta með léttum og hraðvirkum fallbyssum.

Nú til dags eru hraðskreiðir eldflaugabátar notaðir í sama tilgangi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.