Tvítala

Tvítala (skammstafað sem tvt.) (fræðiheiti dualis) er tölumynd fallorða og sagnorða sem sýnir að orðið á við um tvo einstaklinga og greinist frá fleirtölu að því leyti að þar sem tvítala er til á fleirtalan við um fleiri en tvo einstaklinga. Tvítala var til dæmis til í forngrísku, fornnorrænu og íslensku og ensku á eldra málstigi.

Tvítala í íslensku

Í íslensku var tvítala til á eldra málstigi sem tölumynd fornafna fyrstu og annarrar persónu. Í tvítölu er notuð sérstök orðmynd, sem sýnir að átt er við tvo. Tvítala í persónufornöfnum (pfn.) hélst í íslensku fram á 17. eða 18. öld.

Fallbeyging persónufornafna var í öllum föllum og tölum þannig:

1. persóna (1.p.)2. persóna (2.p.)
Eintala (et.)Tvítala (tvt.)Fleirtala (ft.)Eintala (et.)Tvítala (tvt.)Fleirtala (ft.)
Nefnifall (nf.)égviðvérþúþiðþér
Þolfall (þf.)migokkurossþigykkuryður
Þágufall (þgf.)mérokkurossþérykkuryður
Eignarfall (ef.)mínokkarvorþínykkaryðar

Eins og sjá má hefur tvítalan breyst í fleirtölu, og hin gamla fleirtala verið notuð í þéringar á síðari tímum.

Tvítala er enn lifandi í spurnarfornöfnum, þar sem gerður er greinarmunur á hvor og hver (Hvor ykkar gerði þetta? / Hver ykkar gerði þetta?).

Annað dæmi um greinarmun á tvítölu / fleirtölu er: báðir / allir.

Rit

  • Helgi Guðmundsson: The pronominal dual in Icelandic, Rvík 1972, 140 s. University of Iceland, Publications in linguistics, 2. — Doktorsrit.

Tengt efni

  • „Hvað er tvítala og hvaða dæmi um greinarmun tvítölu og fleirtölu finnast í nútíma íslensku?“. Vísindavefurinn.
  • „Hverjar eru reglur með þéringar, er til dæmis hægt að þéra fólk í fleirtölu?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvernig geta trúmál haft áhrif á tungumál þjóðar?“. Vísindavefurinn.
  Þessi tungumálagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.