Wikipedia:Gæðagreinar/Hollenska

Hollenska (Nederlands; ), er lágþýskt tungumál sem talað er af u.þ.b. 24 milljónum manna, aðallega í Hollandi og Belgíu. Þær hollensku mállýskur sem talaðar eru í Belgíu eru stundum kallaðar flæmska, og stundum er talað um þær sem sérstakt tungumál, þó sjaldan af mælendunum sjálfum. Hollenska er stundum í daglegu tali kölluð Hollands í heimalandinu, en þessi orðnotkun fer minnkandi.

Vesturgermönskum málum má skipta eftir þjóðflokkum (í frísnesku, saxnesku, frankísku, bæheimsku og svæfsku), og eftir því hversu mikills áhrifa háþýsku samhljóðabreytingarinnar gætir í þeim. Hin staðlaða nútímahollenska er að miklu leyti komin úr lágfrankískum mállýskum sem talaðar voru í Niðurlöndum sem höfðu sérstöðu eigi síðar en 600 e. Kr.

Lesa áfram um hollensku...