Yellowstone-þjóðgarðurinn

Yellowstone-þjóðgarðurinn eða einfaldlega Yellowstone (enska: Yellowstone National Park) er þjóðgarður í Bandaríkjunum, staðsettur að mestu í Wyoming, en einnig að hluta í Idaho og Montana.

Staðsetning Yellowstone.
Old faithful geysirinn í Yellowstone.
Hverasvæði: Grand Prismatic Spring og Midway Geyser Basin.
Vísundur í Yellowstone.
Vapítihjörtur í Yellowstone.
Landslag í þjóðgarðinum. Kalksteinn sést í hlíðinni.

Yellowstone er fyrsti og elsti þjóðgarður heims, stofnaður árið 1872. Upphaf skipulegrar náttúruverndar má rekja til hans.[1] Yellowstone er á svokölluðum heitum reit, enda eru þar heitir hverir, eins og Old Faithful, sem er einn af frægustu goshverum heims. Einnig er þar gríðarstór eldfjallaaskja.

Árið 1988 urðu þar miklir skógareldar þar sem yfir 3000 ferkílómetrar lands urðu fyrir áhrifum þeirra.Árið 1995 voru úlfar fluttir til Yellowstone en þeim hafði verið útrýmt þar á þriðja áratug 20. aldar. Breytingar urðu á gróðurfari í kjölfarið og uxu ösp og víðir í meira mæli þar sem úlfar höfðu áhrif á staðsetningu grasbíta sem nörtuðu áður í trén.[2]

Tilvísanir

  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.