You'll Never Walk Alone

You'll Never Walk Alone (á íslensku „Þó aldrei ertu einn” eða „Þú er aldrei einn á ferð”.[1]) er frægt lag eftir Rodgers og Hammerstein. Lagið var fyrst flutt á söngleiknum Carousel árið 1945 og gefið út sama ár. Útgáfa af laginu eftir hljómsveitina Gerry and the Pacemakers var tekin upp og gefin út árið 1963, þessi útgáfa af laginu varð gríðalega vinsæl. Lagið varð vinsælt meðal knattspyrnuaðdáenda og sérstaklega hjá aðdáendum enska knattspyrnufélagsins Liverpool við útgáfu Gerry and the Pacemakers. Það varð síðar slagorð Liverpool og einkennissöngur félagsins.

Fyrir ofan Shankly-hliðana stendur „You'll Never Walk Alone”.

Tilvísanir