Anarkó-kommúnismi

Anarkó kommúnismi eða anarkískur kommúnismi, (einnig þekkt sem stjórnleysisstefna, frjáls kommúnismi, frjálshyggju kommúnismi,[1][2][3] og stjórnleysis sameignarstefna[4][5]) er hugmyndafræði innan stjórnleysisstefnu sem boðar afnám ríkisvalds, kapítalisma og einkaeigu (á meðan virðing er borin fyrir persónulegum eigum),[6] og talar fyrir sameign á framleiðslutækjunum,[7][8] beinu lýðræði og láréttu neti af frjálsum samböndum og verkamannaráðum þar sem framleiðsla og neysla er byggð á meginreglunni „frá hverjum eftir getu, til hvers eftir þörfum“.[9][10]

Anarkó-kommúnismi þróaðist frá róttækum félagshyggjumönnum eftir frönsku byltinguna en varð fyrst til sem slíkt í fyrsta alþjóðasambandinu á Ítalíu. Fræðileg störf Pjotr Kropotkín hafa komið anarkó kommúnistum að miklu gagni seinna meir í að setja á laggirnar skipulagsbandalög og andspyrnuhreyfingar. Í dag eru einungis tvö þekkt dæmi um notkun anarkó-kommúnista, anarkistauppreisnin í spænska borgarastríðinu og Fría svæðið í rússnesku byltingunni.

Tengt efni

Heimildir