Andrea Ghez

Bandarískur stjörnufræðingur

Andrea Mia Ghez (f. 16. júní 1965) er bandarískur stjarnfræðingur og prófessor við eðlisfræði- og stjörnufræðideild Kaliforníuháskóla í Los Angeles (UCLA).[1] Árið 2020 hlaut Ghez Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði. Hún deildi helmingi verðlaunanna með Reinhard Genzel fyrir rannsóknir þeirra á svartholinu í miðju vetrarbrautarinnar.[2] Roger Penrose hlaut hinn helming verðlaunanna. Ghez er fjórða konan sem hefur unnið til Nóbelsverðlauna í eðlisfræði.[3]

Stjörnufræði
21. öld
Nafn:Andrea Ghez
Fædd:16. júní 1965 (1965-06-16) (58 ára)

New York, New York, Bandaríkjunum

Svið:Stjörnufræði
Alma mater:Tækniháskólinn í Massachusetts (B.S. í eðlisfræði, 1987)
Tækniháskólinn í Kaliforníu (Ph.D., 1992)
Helstu
vinnustaðir:
Kaliforníuháskóli í Los Angeles
Verðlaun og
nafnbætur:
Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði (2020)

Æska og menntun

Ghez ólst upp í Chicago og gekk í Tilraunaskóla Chicago-háskóla.[4] Apollo-geimferðaáætlunin vakti metnað hjá Ghaz til að verða fyrsti kvengeimfarinn og móðir hennar studdi hana heils hugar.[5] Helsta kvenfyrirmynd hennar var efnafræðikennari hennar í gagnfræðaskóla.[6] Hún tók í fyrstu stærðfræði sem aðaláfanga í háskóla en skipti brátt yfir í eðlisfræði.[7] Hún útskrifaðist með BS-gráðu í eðlisfræði frá Tækniháskólanum í Massachusetts árið 1087 og með doktorsgráðu frá Tækniháskólanum í Kaliforníu árið 1992.[8]

Starfsferill

Núverandi rannsóknir Ghez ganga út á að beita myndunaraðferðum með hárri rúmupplausn, til dæmis aðlögunarhæfa ljóstæknilega kerfinu í Keck-sjónaukunum[9] til að rannsaka stjörnumyndunarsvæði og ofurmassa-svartholið í miðju Vetrarbrautarinnar sem gengur undir nafninu Sagittarius A* (ísl. Bogmaður A*).[10] Hún beitir hreyfifræði stjarnanna nærri miðju vetrarbrautarinnar til að rannsaka svæðið.[11] Há upplausn Keck-sjónaukanna[12] varð til verulegra bóta miðað við fyrstu meiriháttar rannsóknir hóps Reinhards Genzel á hreyfifræði í miðju vetrarbrautarinnar.[13]

Árið 2004 var Ghez kjörin í bandarísku vísindaakademíuna.[14] Hún hefur birst í fjölda kynninga og heimildarmynda, meðal annars í framleiðslu BBC, Discovery Channel og The History Channel, auk þess sem hún birtist árið 2006 í kynningu í sjónvarpsþáttunum Nova hjá PBS.[15] Samtökin The My Hero Project, sem taka saman góðar fyrirmyndir hvarvetna úr heimi, kallaði Ghez „vísindahetju“.[5] Árið 2019 var Ghez kjörin félagi í samtökunum American Physical Society (APS).[16]

Svartholið við miðju vetrarbrautarinnar

Með því að ljósmynda miðju vetrarbrautarinnar með innrauðum bylgjulengdum hefur Ghez og samstarfsmönnum hennar tekist að gægjast í gegnum þykkt ryklag sem hleypir ljósi ekki í gegn og þannig framleiða myndir af miðju Mjólkurslæðunnar. Þökk sé 10 metra ljósopi W. M. Keck-sjónaukanna og notkun á aðlögunarhæfu ljóstæknilegu kerfi til að laga niðurstöðurnar að ólgu í andrúmsloftinu eru myndirnar í afar hárri rúmupplausn og hafa gert það mögulegt að fylgjast með sporbrautum stjarnanna í kringum svartholið, sem einnig er kallað Sagittarius A* eða Sgr A*.

Fylgst hefur verið með sporbraut margra stjarnanna í kringum svartholið að hluta. Ein stjarnan, SO-2, hefur lokið sporöskjubraut sinni að fullu síðan rannsóknir hófust árið 1995. Taka mun nokkra áratugi í viðbót til að rannsaka sporbraut sumra hinna stjarnanna. Mælingar á þeim kunna að verða prófraun á almennu afstæðiskenninguna. Í október árið 2012 fann rannsóknarteymi Ghez við UCLA aðra stjörnu, S0-102, á sporbaug um miðju vetrarbrautarinnar.[17] Með lögmáli Keplers hefur teymi hennar reiknað út frá sporbaugshreyfingunni að massi svartholsins nemi 4.1±0.6 milljón sólmössum.[18] Þar sem miðja vetrarbrautarinnar (þar sem Sgr A* er staðsett) er hundrað sinnum nær okkur en M31 (þar sem nærsta þekkta svartholið, M31*, er staðsett),[19] er Sgr A* nú það ofurmassasvarthol sem mest er vitað um.

Árið 2020 hlaut Ghez Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði ásamt Reinhard Genzel og Roger Penrose.[2] Hún er fjórða konan sem hefur hlotið verðlaunin, á eftir Marie Curie, Mariu Goeppert-Mayer og Donnu Strickland.

Einkahagir

Ghez er gift Tom LaTourrette, sem er jarðfræðingur og rannsóknarvísindamaður við RAND-félagið. Þau eiga tvo syni.[20] Ghez er ötul sundkona við félagið Masters Swim Club, sem hún sækir til að taka sér hlé frá vísindunum.[21]

Valin ritverk

  • Ghez, Andrea M.; Neugebauer, Gerry; Matthews, K. (1993). „The Multiplicity of T Tauri Stars in the Taurus-Auriga & Ophiuchus-Scorpius Star Forming Regions: A 2.2 micron Imaging Survey“ (PDF). Astronomical Journal. 106: 2005–2023. Bibcode:1993AJ....106.2005G. doi:10.1086/116782.
  • Ghez, Andrea M.; White, Russel J.; Simon, M. (1997). „High Spatial Resolution Imaging of Pre-Main Sequence Binary Stars: Resolving the Relationship Between Disks and Close Companions“. Astrophysical Journal. 490 (1): 353–367. Bibcode:1997ApJ...490..353G. doi:10.1086/304856.
  • Ghez, Andrea M.; Klein, B. L.; Morris, M.; Becklin, E.E. (1998). „High Proper Motions in the Vicinity of Sgr A*: Evidence for a Massive Central Black Hole“. Astrophysical Journal. 509 (2): 678–686. arXiv:astro-ph/9807210. Bibcode:1998ApJ...509..678G. doi:10.1086/306528. S2CID 18243528.
  • Ghez, A. M.; Morris, M.; Becklin, E. E.; Tanner, A.; Kremenek, T. (2000). „The Accelerations of Stars Orbiting the Milky Way's Central Black Hole“. Nature. 407 (6802): 349–351. arXiv:astro-ph/0009339. Bibcode:2000Natur.407..349G. doi:10.1038/35030032. PMID 11014184. S2CID 312384.
  • Ghez, A. M.; Duchêne, G.; Matthews, K.; Hornstein, S. D.; Tanner, A.; Larkin, J.; Morris, M.; Becklin, E. E.; S. Salim (1. janúar 2003). „The First Measurement of Spectral Lines in a Short-Period Star Bound to the Galaxy's Central Black Hole: A Paradox of Youth“. Astrophysical Journal Letters (enska). 586 (2): L127. arXiv:astro-ph/0302299. Bibcode:2003ApJ...586L.127G. doi:10.1086/374804. S2CID 11388341.
  • Ghez, A. M.; Salim, S.; Weinberg, N. N.; Lu, J. R.; Do, T.; Dunn, J. K.; Matthews, K.; Morris, M. R.; Yelda, S. (1. janúar 2008). „Measuring Distance and Properties of the Milky Way's Central Supermassive Black Hole with Stellar Orbits“. Astrophysical Journal (enska). 689 (2): 1044–1062. arXiv:0808.2870. Bibcode:2008ApJ...689.1044G. doi:10.1086/592738. S2CID 18335611.

Tilvísanir