Bogi (vopn)

skotvopn

Bogi og örvar er skotvopnakerfi og eru algeng á flestum menningarsvæðum. Bogi með örvum er eldri en sögulegar heimildir ná til. Bogfimi er tæknin, hæfileikinn eða notkunin á þeim.

Húnbogi. Nútíma eftirgerð, úr trefjagleri og viði, af sögulegum boga.

Bogi og örvar birtast í kring um umskiptin frá síðfornsteinöld til miðsteinaldar. Í Nataruk í Turkana í Kenía fundust smáblöð úr hrafntinnu í hauskúpu og brjóstholi beinagrindar, sem bendir til notkunar á boga og örvum sem vopnum.[1] Eftir lok síðustu ísaldar virðist notkun boga og örva hafa breiðst út til allra byggðra heimsálfa, nema Ástralíu.[2]

Elstu varðveittu bogar í heilu lagi eru úr álmi frá Danmörku (hólmgarðsboginn)[3], sem hafa verið mældir 11.000 ára gamlir. Kröftugir nútímabogar hafa verið gerðir eftir þeirri hönnun.

Dæmi um eftirgerð af hólmgarðsboga.
Nærmynd af miðju.

Brot úr Stellmoor-boga voru talin um 10 þúsund ára gömul, en þau eyðilögðust í Hamborg í seinni heimsstyrjöld, áður en aldursgreining með geislakolum var þróuð.[4] Smáverkfæri úr steinum sem fundust á suðurströnd Afríku benda til að örvar hafi verið til í að minnsta kosti 71 þúsund ár.[5]

Gerðir boga

Avarabogi frá um 700 e.Kr.
Mongólskur bogi, eftirgerð

Það er engin ákveðin flokkun á bogum.[6] Boga má flokka eftir mismunandi eiginleikum, til dæmis efniviði, toglengd, lögun bogans séð frá hlið eða lögun arma í þversniði.[7]

Algengar gerðir boga eru

  • Aftursveigður bogi: bogi þar sem endarnir sveigjast frá skyttunni. Það réttist úr sveigjunni þegar boginn er spenntur. Sveigjan eykur kraftinn í boganum..[8]
  • Reflexbogi: bogi sem sveigist frá bogmanni þegar hann er óstrengdur. [8]
  • Langbogi: flatbogi sem er jafnhár skyttunni, yfirleitt um 2m langur. Hefðbundinn Enskur langbogi var yfirleitt úr ýviði, en aðrar viðartegundir voru einnig notaðar.[9]
  • Flatbogi: sú gerð sem indíánar í Ameríku notuðu helst.
  • Samsettur bogi: bogi úr meira en einu efni.[7]
  • Samansetjanlegur bogi: bogi sem er hægt að setja saman fyrir flutning.
  • Trissubogi: bogi með trissum eða öðru til að hjálpa við að draga bogann.[10]

Tilvísanir

Heimildir

  • Collins, Desmond (1973). Background to archaeology: Britain in its European setting (Revised. útgáfa). Cambridge University Press. ISBN 0-521-20155-1.
  • Elmer, R. P. (1946). Target Archery: With a History of the Sport in America. New York: A. A. Knopf. OCLC 1482628.
  • Heath, E. G. (1978). Archery: The Modern Approach. London: Faber and Faber. ISBN 0-571-04957-5.
  • Paterson, W. F. (1984). Encyclopaedia of Archery. New York: St. Martin's Press. ISBN 0-312-24585-8.
  • Sorrells, Brian J. (2004). Beginner's Guide to Traditional Archery. Mechanicsburg, PA: Stackpole Books. ISBN 978-0-8117-3133-1.
  • Stone, George Cameron (1999) [1934]. A Glossary of the Construction, Decoration, and Use of Arms and Armor in All Countries and in All Times (Reprint. útgáfa). Mineola: Dover Publications. ISBN 0-486-40726-8.