Fönixeyjar

Fönixeyjar eða Rawaki eru átta hringrif og tvö kóralrif í miðju Kyrrahafi, austan við Gilbertseyjar og vestan við Línueyjar. Fönixeyjar eru hluti af Kíribatí. Á 4. áratugnum gerðu Bretar þar síðustu tilraun til að stækka nýlenduveldi sitt með landnámi á eyjunum. Náttúruvætti Fönixeyja er eitt stærsta náttúruvætti heims. Þar er að finna 120 tegundir af kóral og 500 tegundir fiska.

Fönixeyjar

Fyrir utan nokkrar fjölskyldur á Kantoneyju eru eyjarnar óbyggðar. Bandarísku yfirráðasvæðin Baker-eyja og Howland-eyja eru oft taldar til nyrstu Fönixeyja. Þær tilheyra smáeyjum Bandaríkjanna. Áður gerðu Bandaríkin kröfu til allra eyjanna með Gúanóeyjalögunum en gáfu þær kröfur eftir með Tarawa-samningnum 1979.

Eyjarnar draga nafn sitt af Fönixeyju sem hugsanlega dregur nafn af einu af mörgum hvalveiðiskipum sem sigldu á þessu svæði snemma á 19. öld.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.