Helga Braga Jónsdóttir

íslensk leikkona og skemmtikraftur

Helga Braga Jónsdóttir (f. 5. nóvember 1964 á Akranesi) er íslensk gamanleikkona og skemmtikraftur. Hún er hvað þekktust fyrir að vera hluti af Fóstbræðrahópnum og Stelpuhópnum.

Helga Braga ásamt Fóstbróðurnum og grínistanum Jóni Gnarr, á edduhátíðinni 2007.

Helga útskrifaðist sem leikkona árið 1989, hún ætlaði sér að verða dramatísk leikkona en segist hafa leiðst út í grínið. Þegar hún var í menntaskóla var hún aðallega í dramatíkinni þótt hún hafi leikið Línu Langsokk, 15 ára. Hún lék einnig aukahlutverk í sýningunni Mærin fór í dansin. Helga sagðist síðar fara hægt og rólega út í grínið, seinna fékk hún hlutverk í áramótaskaupum og seinna vann hún hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu sem meðlimur í leikhópnum Frú Emilíuönu sem setti upp mörg klassísk verk.

Árið 1997 var hún beðin um að vera með í sjónvarpsþáttunum Fóstbræðrum, í fyrstu þáttaröðinni lék hún öll kvenhlutverkin, en í annarri þáttaröð var hún með í handritahópnum, þá segist hún hafa sagt upp hjá Þjóðleikhúsinu. Stuttu seinna var Helga beðin um að vera með uppistand, henni fannst það fyrst fráleit hugmynd, hún segist hafa litið á sig sem leikkonu en ekki uppistandara en ein kona gafst ekki upp og vildi mjög mikið fá hana í uppistand, en þá sló Helga til og bjó til prógram, en Helga sagði að fólk hafi hlegið að uppistandinu og þá var ekki aftur snúið og Helga hefur haldið mörg uppistönd eftir þða. Árið 2011 útskrifaðist Helga sem flugfreyja frá flugfreyjuskóla Iceland Express.[1]

Árið 2016 greindi Helga frá því að hún var ofbeldisfullu sambandi í 5 ár og hún hefði þurft að sækja hugleiðslutíma frá 1997.[2]

Ferill í íslenskum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum

ÁrÞáttur/KvikmyndHlutverkAthugasemdir og verðlaun
1992Sódóma ReykjavíkSímastúlka
1993LimbóDansari
1994Áramótaskaup 1994Ýmis hlutverk
1995EinkalífSunneva
Nei er ekkert svarBakarísdama
AgnesHildur
RadíusÝmis hlutverk
Áramótaskaup 1995Ýmis hlutverk
1996DjöflaeyjanGréta
Sigla himinfley
1997Fornbókabúðin
1997-2001FóstbræðurÝmis hlutverkEinnig höfundur handrits
1999Ungrúin góða og húsiðÓlétt kona
2002Stella í framboðiMist
Áramótaskaup 2002Ýmis hlutverk
2003Didda og dauði kötturinn
Opinberun HannessarStefanía
Áramótaskaup 2003Ýmis hlutverk
2004KaldaljósGuðbjörg
Í takt við tímannUrður
2005SpaugstofanJónínaGestaleikari
Áramótaskaup 2005Ýmis hlutverkEinnig höfundur handrits
2006Áramótaskaup 2006Ýmis hlutverk
2007-2008StelpurnarÝmis hlutverk
2007Áramótaskaup 2007Ýmis hlutverk
2009RétturLillja
FangavaktinHaddý
2010BjarnfreðarsonHaddý
2012ÁvaxtakarfanRauða eplið
2014Áramótaskaup 2014Ýmis hlutverk
2016Best friends forver and everMamma
BorgarstjórinnBorghildur
Áramótaskaup 2016Ýmis hlutverkEinnig höfundur handirts
2018Fullir vasar
Kona fer í stríðFangavörður
2020Já-fólkiðRödd

Tenglar

Heimildir

  Þetta æviágrip sem tengist leikurum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.