Hrognkelsaætt

Hrognkelsaætt (fræðiheiti: Cyclopteridae) er ætt fiska af ættbálki brynvanga sem finnast í Norður-Íshafi, Norður-Kyrrahafi og Norður-Atlantshafi. Ættin telur 28 tegundir sem skiptast í sex ættkvíslir. Fiskar af þessari ætt eru kúlulaga og einkennast af hringlaga sogskál á kviðnum. Úr stærri tegundum þesssara fiska, eins og eiginlegum hrognkelsum (Cyclopterus lumpus), eru hrognin mjög eftirsótt.

Hrognkelsaætt
Gaddahrognkelsi (Eumicrotremus spinosus)
Gaddahrognkelsi (Eumicrotremus spinosus)
Vísindaleg flokkun
Ríki:Dýraríki (Animalia)
Fylking:Seildýr (Chordata)
Flokkur:Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur:Brynvangar (Scorpaeniformes)
Ætt:Hrognkelsaætt (Cyclopteridae)
Ættkvíslir
  • Aptocyclus
  • Cyclopsis
  • Cyclopteropsis
  • Cyclopterus
  • Eumicrotremus
  • Lethotremus

Við Ísland eru 2 tegundir; (það almenna) hrognkelsi (cyclopterus lumpus) & gaddahrognkelsi (eumicrotremus spinosus)


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.