Jeff Bezos

Bandarískur athafnamaður og stofnandi Amazon.com

Jeffrey Preston Bezos (fæddur undir nafninu Jorgensen þann 12. janúar 1964) er bandarískur athafnamaður og margmilljarðamæringur sem er stofnandi netverslunar- og tæknifyrirtækisins Amazon. Bezos er einn af ríkustu mönnum í heimi og hefur nokkrum sinnum verið metinn sá allra ríkasti.[1][2][3][4]

Jeff Bezos
Jeff Bezos árið 2018.
Fæddur12. janúar 1964 (1964-01-12) (60 ára)
ÞjóðerniBandarískur
MenntunPrinceton-háskóli
StörfAthafnamaður, fjárfestir
Þekktur fyrirAð stofna Amazon.com.
MakiMacKenzie Tuttle (g. 1993; skilin 2019)
Börn4
Undirskrift

Bezos er menntaður hjá Princeton-háskóla í rafmagnsverkfræði og tölvunarfræði. Hann hóf feril sinn í viðskiptum sem starfsmaður hjá vogunarsjóðum á Wall Street. Bezos stofnaði netbókaverslunina Amazon árið 1994 í bílskúri í Seattle og varði bæði öllu sínu eigin fé í hana og fékk lán frá foreldrum sínum til að koma henni á fót.[1]

Frá árinu 2013 hefur Bezos verið eigandi bandaríska fréttablaðsins The Washington Post.[5] Bezos er jafnframt stofnandi og eigandi eldflaugafyrirtækisins Blue Origin, sem hann hefur heitið að beita bæði til vísindalegrar könnunar tunglsins og til stofnunar ferðamannaþjónustu út í geim.[6][7]

Bezos tilkynnti í febrúar 2021 að hann hygðist láta af störfum sem forstjóri Amazon en gerast stjórnarformaður fyrirtækisins á seinni hluta ársins.[8]

Tilvísanir

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.