Karl Nehammer

Kanslari Austurríkis

Karl Nehammer (f. 18. október 1972) er austurrískur stjórnmálamaður sem hefur verið kanslari Austurríkis frá 6. desember 2021. Hann er meðlimur í Austurríska þjóðarflokknum og var innanríkisráðherra landsins frá 2020 til 2021. Hann hefur setið á neðri deild austurríska þingsins frá árinu 2017.[1]

Karl Nehammer
Kanslari Austurríkis
Núverandi
Tók við embætti
6. desember 2021
ForsetiAlexander Van der Bellen
ForveriAlexander Schallenberg
Persónulegar upplýsingar
Fæddur18. október 1972 (1972-10-18) (51 árs)
Vín, Austurríki
StjórnmálaflokkurAusturríski þjóðarflokkurinn
MakiKatharina Nehammer (f. Nidetzky)
Börn2
HáskóliDónárháskóli í Krems

Nehammer á að baki langan feril innan austurríska hersins. Sem innanríkisráðherra í stjórn Sebastians Kurz var hann þekktur fyrir harða afstöðu sína í innflytjendamálum og fyrir andstöðu gegn róttækri íslamstrú.[2]

Nehammer var kjörinn formaður Þjóðarflokksins þann 3. desember 2021 eftir að Kurz, sem hafði sagt af sér kanslaraembættinu tveimur mánuðum fyrr vegna spillingarrannsóknar, tilkynnti að hann hygðist hætta alfarið í stjórnmálum.[3] Í kjölfarið lýsti Alexander Schallenberg, sem hafði tekið við kanslaraembættinu af Kurz, yfir að hann hygðist hætta sem kanslari og víkja fyrir nýjum leiðtoga flokksins.[4]

Nehammer fundaði með Volodímír Selenskíj Úkraínuforseta í Kænugarði og svo með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í apríl 2022. Hann var fyrsti evrópski leiðtoginn sem hitti Pútín eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst.[5][6]

Tilvísanir


Fyrirrennari:
Alexander Schallenberg
Kanslari Austurríkis
(6. desember 2021 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.