Kvikmyndahús

Kvikmyndahús er bygging þar sem fram fer sýning kvikmynda sem varpað er á sýningartjald í sýningarsal.

Mynd tekin innan í einu af kvikmyndahúsum Hoyts-keðjunnar í Ástralíu og sýnir hljóðdræg veggtjöld, hátalara á hliðarvegg og glasahaldara á sætum.

Kvikmyndahús á Íslandi

Fyrsta kvikmyndasýning sem fór fram á Íslandi var í Góðtemplarahúsinu á Akureyri 27. júní 1903 en fyrsta eiginlega kvikmyndahúsið sem sýndi reglulega kvikmyndir um lengri tíma var Fjalakötturinn í Aðalstræti þar sem Reykjavíkur Biograftheater (síðar Gamla bíó) hóf sýningar 2. nóvember 1906 og sýndi þar til ársins 1927 þegar það flutti í nýtt húsnæði við Ingólfsstræti þar sem Íslenska óperan er núna til húsa. Nýja bíó var stofnað 1912 og sýndi í sal hjá Hótel Íslandi til 1920 þegar það flutti í nýtt húsnæði við Austurstræti. Fyrsta fjölsala kvikmyndahúsið á Íslandi var Regnboginn sem opnaði 1980.

Verð á almennum miða í kvikmyndahús á Íslandi í íslenskum krónum
19801981198219831984198519861987198819891990199119921993199419951996199719981999200020012002200320042005200620072008
15234080901301402383003874004505005005505505505886506507008008008008008008009001000

Tengt efni

Heimildir

Hagstofan

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.