Velkomin/n á íslensku Wikipediu

  • Ef þú hefur ekki skoðað kynninguna, þá er þetta tilvalinn tími!
  • Handbókin er ómissandi þegar þú ert að skrifa eða breyta greinum. Þar eru einnig gagnlegir tenglar á síður með frekari leiðbeiningum.
  • Leiðbiningar um hvernig er best að byrja nýja síðu eru sérstaklega gagnlegar fyrir byrjendur
  • Hér má finna nokkur atriði sem er gott að hafa í huga þegar þú semur fyrstu greinina þína.
  • Sandkassinn er rétti staðurinn til að prufa sig áfram til að sjá hvernig greinar virka. Svindlsíðan hefur gagnlegar leiðbeiningar um nokkur tæknileg atriði.
  • Í Pottinum geturðu tekið þátt í umræðum og spurt almennra spurninga.
  • Samfélagsgáttin hefur svo tengla á ýmislegt sniðugt og fróðlegt um aðra notendur Wikipediu og margt fleira.
  • Ekki gleyma að skoða máttarstólpana.

Gangi þér vel!

--Cessator 01:34, 3 janúar 2007 (UTC)

Don't speak Icelandic? Post {{user is-0}} on your user page or put it into your Babel box.

Er algjör byrjandi hérna, svo að segja

Ég er tiltölulega nýr hérna, hef áhuga á að bæta síðuna, en er ekki sérlega vel að mér í tæknimálunum, auk ritgerðarmála almennt, skrifa almennt ekki góðar greinar með ítarlegum heimildum. Eins og ég sagði hamlar það mér líka að kunna ekki á netformið. Ef einhver vildi gera mér þann greiða að koma mér af stað væri það vel þegið.

Ég er ekki viss um tilgang notendasíðunnar, en þannig sem ég skil hana þá get ég m.a. notað hana til að kynna sjálfan mig og það sem ég hef áhuga á að skrifa.

Ég leita því eftir viðbrögðum!

P.s. hafði þetta fyrst á notendasíðunni, en fannst nóg að skráðir notendur myndu sjá þessi skilaboð.

Halló Eiríkur. Úr því að þú óskar eftir viðbrögðum er það mér sönn ánægja að verða við beiðninni. Þú hefur væntanlega tekið eftir tenglunum í skilaboðunum hér að ofan. Þeir eru hjálplegir. Ég held að Svindlsíðan sé býsna hjálpleg og hún ætti að koma þér af stað hvað tæknilegu hliðina varðar. Annars er um að gera að skoða bara kóðann og reyna að átta sig á hvað veldur því að hlutirnir koma út eins og þeir koma út. Þú getur fiktað í kóðanum eins og þig lystir og notað „forskoða“ fídusinn til að sjá hvað gerist. Hafðu líka ekki áhyggjur af því að skemma neitt, það er alltaf hægt að taka til baka allar breytingar sem eru til hins verra (allar breytingar og allar útgáfur greina eru vistaðar í breytingaskrá viðkomandi síðu).
Það kemur fyrir að byrjendur reki sig á vegna misskilnings á hvað Wikipedia er. Einhverjar ábendingar um það er að finna á síðunni: Það sem Wikipedia er ekki. Annars eru mikilvægustu reglurnar um greinaskrif þær að gæta hlutleysis í umfjöllun, að gæta þess að upplýsingar séu sannreynanlegar og ekki frumrannsóknir. (Það er þess virði að kynna sér kjarnann í þessum reglum; þær eru býsna skynsamlegar og í raun bráðsauðsynlegar fyrr vef eins og Wikipediu.)
Um stílbrögð er best að skoða bara vel skrifaðar greinar, t.d. svonefndar úrvalsgreinar og gæðagreinar. En um leið og þú semur nýja grein máttu alveg búast við því að aðrir notendur geri einhverjar breytingar, flokki kannski greinina o.s.frv.; þú kemst upp á lagið með þetta með tímanum :)
Notandasíðan er síðan þín á Wikipediu. Hún er ekki heimasíða, heldur ætluð til þess að auðvelda samstarf milli notenda. Þú getur notað hana til að kynna þig og áhugamál þín, það gæti auðveldað öðrum notendum sem hafa áhuga á að skrifa um samskonar mál og þú að hafa samband við þig. Það getur líka verið gott að nota síðuna sína til að halda utan um hvað maður er búinn að gera og hvað maður á eftir að gera. Skoðaðu endilega sem flestar notendasíður.
Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband við mig eða aðra notendur. Það er líka hægt að spyrja almennra spurninga og leita aðstoðar í Pottinum.
P.s. Ég held að óinnskráðir notendur/lesendur geti líka lesið spjallsíðuna :)
Kv., --Cessator 03:54, 14 mars 2007 (UTC)
Já, eins og ég sagði hef ég áhuga á því að bæta Wikipediuna okkar. Það er margt sem mig langar að bæta, margt er síðan spurningin hvort nauðsynlegt sé að byrja á svo ítarlegum viðfangsefnum fyrst þróunin er ekki komin lengra en raun ber vitni.
Meðal þess sem ég hef áhuga á að skrifa um eru vegir, en ég hef lengi haft mikinn áhuga á þeim. Í gegnum flakk mitt um Wikipediu hef ég rekist á margar ítarlegar greinar um þá, jafnvel um eitthvað sem ætti ekki að skipta máli fyrir helstu notendur þess tungumáls. Það eru til greinar um vegi í ótrúlegustu löndum á ótrúlegustu tungumálum. Hér er ég bara að tala um að skrifa um vegi á Íslandi því flestar Wikipediur vel á veg komnar eiga slíka greinaflokka. Ég veit til þess að hann sé til hér, en honum tilheyra aðeins örfáar greinar.
Það sem ég vildi koma fyrst upp er listi yfir þjóðvegi landsins, og svo myndi verkefnið vinnast út frá honum, og viðbætur gerðar eftir þörfum. Þessi listi er þegar til á sænsku (http://sv.wikipedia.org/wiki/Riksv%C3%A4gar_p%C3%A5_Island), svo mögulegt er að færa hann hingað með einfaldri þýðingu. En eins og ég hef sagt, er ég ekki fullviss um að við séum komin það langt í þróuninni, að það sé skynsamlegt að koma þröngu verkefni á borð við þetta í gang, þó að þetta sé líklegast framtíðin miðað við hvernig önnur tungumál hafa þetta.
En ég hef áhuga á fleiru; m.a. landafræði. Þar hef ég séð mörg dæmi þess að greinar segi nánast eingöngu frá því hvað fyrirbærið er og eru því nánast ekki til. Þetta á raunar við um alla flokka, og trúi ég að til séu a.m.k. 1000 draslgreinar (sagt í góðum ásetningi), sem þyrfti að bæta við. Ég hef heyrt marga félaga mína, sem einnig nota Wikipedia, að þeim finnst þetta frekar lélegt og þyrfti að bæta síðuna. Ég er viss um að aðrir notendur hér séu sammála mér í þessu.
Ég er því til í að taka þátt í því að gera okkar íslensku Wikipediu betri. Til þess þarf mikla vinnu sem mun örugglega skila sér sé hún fyrir hendi.
Takk fyrir

OpenStreetMap

Ég tók eftir að þú hefur lagt fram breytingar á greinum tengdum vegum og firðum á Íslandi og datt í hug að benda þér á OpenStreetMap verkefnið sem ev wiki verkefni með það að marmiði að búa til tæmandi kort af allri plánetunni. Á því eru nú þegar rétt skráðir margir vegkaflar sem eru listaðir í vegskránni sem þú heldur við hér, en marga aðra vantar og margt má eflaust laga.

Ef þú hefur áhuga á þessu eða þarfnast hjálpar við að breyta OpenStreetMap endilega hafðu samband við mig. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 16. desember 2008 kl. 22:44 (UTC)

Vegagreinar

Hef verid ad skrifa um faeina vegi og gera alvoeru greinar um tha. Oft vill verda ad upptalning a kennileitum i leidarlysingu taki storan hluta af greininni. Hef hugsad mer ad agaett vaeri ad koma upp einhverju kerfi i sambandi vid skraningar helztu vegamota, brua og annars th.h. Thad gaeti tho verid ad verkefnid se ekki komid a thad stig ad faera thad i svo itarlegan buning.

Thad sem eg er ad hugsa um er einhverskonar snid med grunnupplysingum til haegri, eins og gjarnan er a sidum um efnid. Eg er ekki naegilega faer i taeknimalunum til ad koma sliku upp en get komid med hugmynd ad utfaerslu. Einnig ma koma leidarlysingum veganna i akvedid form med afangastoedum sem vaeri tha kafli af greininni. God fyrirmynd vid thessa tilhoegun eru t.d. greinar um vegi a norsku Wikipedia (daemi: Riksvei 7, sja "knutepunkter"). Thetta er tho kannski einum of nakvaemt. --Eiríkur Knudsson 11. nóvember 2009 kl. 11:50 (UTC)

Það er minnsta mál að kópera þetta snið yfir á is.wikipedia; held að þetta sé upphaflega komið frá þýsku útgáfunni. Viltu að ég byrji og þú bætir svo við sniðið eða sniðin þegar lengra er komið? — Jóna Þórunn 11. nóvember 2009 kl. 17:17 (UTC)
Held ad thad se prydis tilhoegun.
Eg hef sed thessi snid i greinum um thyzku hradbrautirnar lika. Astaedan fyrir thvi ad eg tiltok norsku greinarnar fram yfir er vegna thess ad norska vegakerfid er mun likara islenzka vegakerfinu, og reyndar hefur svo verid lengi ad Islendingar hafa leitad til Noregs um fyrirmyndir i vegagerd.
Eitthvad af taknunum hefur thegar verid notad i eina toeflu herna i greininni um Strandasyslu, sja "Samgöngur á Ströndum". Held tho ekki ad rett se ad byggja a thvi. --Eiríkur Knudsson 11. nóvember 2009 kl. 18:57 (UTC)
Notum við ekki bara norsku merkin (hringtorg...) og svo veganúmeramerkin eins og þau koma fyrir hér? — Jóna Þórunn 12. nóvember 2009 kl. 16:00 (UTC)
Ég byrjaði aðeins á þessu og skellti þeim öllum saman í Snið:Vegasnið. Það eru þrjú rauð eins og er; fann ekki hentugari nöfn á þau. Dettur þér betri nöfn í hug? Eru merkin vitlaus? Það eru nokkur snið í viðbót, ég faldi þau í bili því mig vantar nöfn á þau líka. Þú getur kannski fundið hentug nöfn á þau líka? — Jóna Þórunn 12. nóvember 2009 kl. 18:11 (UTC)
Thetta er agaet byrjun. Leit a no:Mal:Transportmal til samsvoerunar. Thetta passar ad mestu med noefnin, adeins einstaka smavaegilegar breytingar sem eg se fyrir mer. Held ad restin se nokkud einfoeld i thydingu lika, en eg get tho komid med tilloegur her ad nedan reynist thess thoerf.
Athugadi saensku Wikipedia lika, enda eru umferdarmerkin thar almennt litud gul med raudum ramma eins og herna. Vaeri fint ad fa merki eins og bidskylduna til ad audkenna ad vegur vikur fyrir oedrum a vegamoti, t.d. Vegamotin i Varmahlid (Thjodvegur 1 til Akureyrar vikur fyrir vegi 75 til Saudarkroks.
I upphafi taladi eg einnig um grunnupplysingatoeflu til haegri. Hvernig utfaera a hana verdur ad koma i ljos en thar kaemu fram upplysingar eins og um lengd vegarins, upphafs- og endapunkt o.fl. i tha veruna.