Patton Oswalt

bandarískur leikari og uppistandari

Patton Oswalt (fæddur 27. janúar 1969 ) er bandarískur leikari, raddleikari, uppistandari, handritshöfundur og rithöfundur sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Ratatouille, Robotomy og The King of Queens.

Patton Oswalt
Upplýsingar
Fæddur27. janúar 1969 (1969-01-27) (55 ára)
Ár virkur1988 -
Helstu hlutverk
Remy í Ratatouille
Spence Olchin í The King of Queens
Thrasher í Robotomy

Einkalíf

Oswalt fæddist í Portsmouth, Virginía en ólst einnig upp í Ohio og Kaliforníu. Stundaði hann nám í ensku við College of William and Mary.

Patton hefur verið giftur Michelle Eileen McNamara síðan 2005 og saman eiga þau eitt barn.

Ferill

Handritshöfundur

Fyrsta sjónvarpshandrit Owalts var árið 1994 fyrir Small Doses. Hefur hann síðan þá skrifað handrit fyrir Lottery, MADtv frá 1995-1997, MTV Special: 'Dodgeball – A True Underdog Story', The Comedians of Comedy og Human Giant.

Rithöfundur

Oswalt skrifaði teiknimyndasöguna JLA: Welcome to the Working Week sem var gefin út af DC Comics árið 2003. Árið 2010 kom út önnur teiknimyndasaga eftir hann sem heitir Serenity: Float Out og var gefin út af Dark Horse Comics. Hefur hann einnig verið meðhöfundur að þremur bókum The Overrated Book, The Goon noir og The Rock Bible: Unholy Scripture for Fans & Bands. Árið 2011 gaf Oswalt út fyrstu bók sína sem heitir Zombie Spaceship Wasteland.

Uppistand

Oswalt byrjaði að koma fram sem uppistandari á seinni hluta níunda áratugarins eða í byrjun tíunda áratugarins.[1] Umræðuefni uppistanda Oswalts teygir sig yfir fjölbreytt efni frá teiknimyndasögum og yfir í alvarleg samfélags vandmál bandaríkjanna.

Árið 2004, gaf Oswalt út grínplötuna Feelin' Kinda Patton og síðan kom lengri óklippt útgáfa seinna á árinu sem hét 222 (Live & Uncut). Gaf hann einnig út No Reason to Complain sama ár. Árið 2005, gaf Oswalt út í samstarfi við Zach Galifianakis lengri útgáfu af leikriti (Extended play) sem heitir Patton vs. Alcohol vs. Zach vs. Patton og má finna á tveimur safnverkum, The Un & Only og The Good, the Bad and the Drugly. Þann 10. Júlí 2007, gaf Patton út sína aðra grínplötu sem heitir Werewolves and Lollipops. [2]

Árið 2004, ferðaðist Oswalt um bandaríkin ásamt Zach Galifianakis, Brian Posehn og Maria Bamford til að sýna Comedians of Comedy. Hópurinn kom fram á fámennum stöðum í stað dýra grínklúbba. Um haustið 2004 var ferðlagið tekið upp og gefið út sem heimildarmynd árið eftir. Á ferðlaginu komu fram þekktir gestauppistandarar á borð við Blaine Capatch, David Cross, Rob Gasper, Bobby Tisdale og Todd Barry.

Árið 2004 var hluti af uppistandi Oswalts sýnt á sjónvarpsstöðinni Comedy Central í teiknimyndaþættinum Shorties Watchin' Shorties. Oswalt kom einnig fram sem lögfræðingur í grínþættinum Lewis Black's Root of All Evil á sjónvarpstöðinni.

Þann 28. febrúar , 2009, tók Oswalt upp þriðju gamanplötu sína sem var frumsýnd 23. ágúst 2009 á Comedy Central sem Patton Oswalt: My Weakness is Strong og var einnig gefið út á DVD á samatíma.[3]

Nýjasta gamanplata Oswalts, Patton Oswalt: Finest Hour, var gefin út 19. september, 2011. Lengri og óklippta DVD útgáfan var gefin út í apríl 2012 nokkrum dögum eftir frumsýningu á Comedy Central.[4]

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Oswalt var árið 1994 í Small Doses. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Seinfeld, The Weird Al Show, Crank Yankers, Kim Possible, American Dad, Dollhouse, Community, United States of Tara, Simpsonfjölskyldan, Two and a Half Men og Justified.

Frá 1998-2007 lék Oswalt, Spence Olchin í gamanþættinum The King of Queens.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Oswalt var árið 1995 í Mind Control. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Magnolia, Zoolander, Calendar Girls, Blade: Trinity, Ratatouille, The Informant, A Very Harold & Kumar 3D Christmas og Internet Troll with Patton Oswalt.

Kvikmyndir og sjónvarp

Kvikmyndir
ÁrKvikmyndHlutverkAthugasemd
1995Mind Controlónefnt hlutverk
1996Quarratineónefnt hlutverk
1996Down PeriscopeStingray útvarpsmaður
1998Verminónefnt hlutverk
1999MagnoliaDelmer Darion
1999Man on the MoonVerkamaður (Blue collar guy)
2000Desperate But Not SeriousAuteur nr. 1
2001ZoolanderApa ljósmyndari
2002Run Ronnie RunDozer – klippari nr. 1
2002The Vinyl BattleDisc Jockey
2002Zig ZagShelly
2003Calendar GirlsLarry
2004Starsky & HuskyDisco DJ
2004See This MovieFelix
2004TaxiAfgreiðslumaður á skrifstofu lögreglu
2004Blade: TrinityHedges
2006Failure to LunchTæknimaður
2007Sex and Death 101Fred
2007Reno 911!: MiamiJeff Spoder
2007Greetings from EarthRoger
2007RatatouilleRemyTalaði inn á
2007Balls of FuryHammer
2008All Roads Lead HomeMilo
2009Big FanPaul Aufiero
2009Observe and ReportToast A Bun framkvæmdastjóri
2009Al´s Brain in 3-DSamstarfsmaður
2009The InformantEd Herbst
2011Two Men Have a Conversationónefnt hlutverk
2011A Very Harold & Kumar 3D ChristmasJólasveinn í verslunarmiðstöð
2011Young AdultMatt Freehauf
2012Nature CallsRandy
2012First Commenterónefnt hlutverk
2012Internet Troll with Patton OswaltPatton Oswalt
2012Seeking a Friend for the End of the WorldRoache
2013Odd ThomasOzzie P. BooneKvikmyndatökum lokið
2013The Secret Life of Walter Mittyónefnt hlutverkÍ eftirvinnslu
Sjónvarp
ÁrTitillHlutverkAthugasemd
1994Small Dosesónefnt hlutverkSjónvarpssería
1994SeinfeldAfgreiðslumaðurÞáttur: The Couch
1995MADtvMaður í hjólastólÞáttur nr. 1.5.
1996Lotteryónefnt hlutverkSjónvarpsmynd
1996Sleepónefnt hlutverkSjónvarpsmynd
1996NewsRadioMaðurÞáttur: The Trainer
1997The Weird Al ShowSeymourÞáttur: Bad Influence
sem Patton P. Oswalt
1998Pulp Comics: Margaret ChoÝmsar persónurSjónvarpsmynd
1998Dr. Katz, Professional TherpistPatton2 þættir
1996-1998Mr. Show with Bob and DavidFrægur Mortimer / Maður á veitingastað2 þættir
2000Super NerdsLeslieSjónvarpsmynd
2000Batman BeyondEldon MichaelsÞáttur: Sentries of the Last Cosmos
Talaði inn á
2002The Man ShowWeepum BuzzkillusÞáttur: Juggy Car Wash
óskráður á lista
2002Home MoviesHelmetÞáttur: Renaissance
Talaði inn á
2002-2003Crank YankersBoomer4 þættir
2004The Fairly OddParentsCrimson Chin rithöfundurÞáttur: The Big Superhero Wish!
2000-2004Static ShockSpecs3 þættir
2004Tom Goes to the MayorZynxÞáttur: Pioneer Island
Talaði inn á
2005Cheap Seats: Without Ron ParkerCarter BogieÞáttur: Putt-Putt/Double Dutch
2006Channel 101Lenny Loves Carbs maðurSjónvarpsmynd
2006Clark and MichaelFasteignasaliSjónvarpssería
2006The Amazing Screw-On HeadMr. GroinTalaði inn á
2006Squidbilliesónefnt hlutverkÞáttur: Survival of the Dumbest
Talaði inn á
sem Shecky Chucklestein
2003-2006Aqua Teen Hunger ForceDP/Ezekial/Skeeter/Frat Aliens3 þættir
Talaði inn á
sem Shecky Chucklestein
1998-2007The King of QueensSpence Olchin122 þættir
2007Human GiantHáskólanemi/The Wire aðdáendi/Let´s og aðdáendi3 þættir
Talaði inn á
2007SpongeBob SquarePantsJimÞáttur: The Original Fry Cook/Night Light
2003-2007Kim PossiblePrófessor Dementor10 þættir
2007ReaperLeonÞáttur: Leon
2006-2007The BatmanCosmo Krank/Leikfangasmiður2 þættir
Talaði inn á
2007-2008American DadStarfsmaður kvikmyndahús2 þættir
Talaði inn á
2007-2008Tim and Eric Awesome Show, Great JobJoshua Beard3 þættir
2009Fight of the Conchordseftirherma Elton JohnÞáttur: Prime Minister
2004-2009Reno 911!Boozehammer of Galen/Jillet-Ben Coe/Snobbaður kvikmyndaáhugamaður í árekstri10 þættir
2009Iron Chef America: The Seriesónefnt hlutverkÞáttur: Symon vs. Nawab: Pineapple
2009The Venture Bros.WonderboyÞáttur: Self-Medication
2009DollhouseJoel Mynor2 þættir
2010The Sarah Silverman ProgramVincent Van maðurÞáttur: A Good Van Is Hard to Find
2010Neighbors from HellPazuzu10 þættir
2009-2010CommunityKarlhjúkrunarfræðingur2 þættir
2010CapricaBaxter Sarno6 þættir
2010Glenn Martin DDSSjálfboðaliðiÞáttur: Volunteers
Talaði inn á
2010-2011RobotomyThrasher10 þættir
Talaði inn á
2009-2011United States of TaraNeil21 þættir
2011FuturamaÓaðlaðandi risaskrímsliÞáttur: Benderama
Talaði inn á
2011Jon Benjamin Has a VanSteven DrearsÞáttur: House on the Lake
2009-2011Bored to DeathHoward Baker4 þættir
2011The Heart, She HollerHurlan6 þættir
2011Raising HopeRubinÞáttur: Bro-gurt
2012The High Fructose Adventures of Annoying OrangeClyde the Pac Man draugurÞáttur: Generic Holiday Special
Talaði inn á
2007-2012WordGirlTobey25 þættir
2012Bob´s BurgerMoody FoodieÞáttur: Moody Foodie
Talaði inn á
2012Metalocalypseónefnt hlutverk2 þættir
2012SimpsonfjölskyldanT-RexÞáttur: The Day the Earth Stood Cool
Talaði inn á
2012Two and a Half MenBilly Stanhope4 þættir
2012Burn NoticeColin Schmidt/Calvin Schmidt3 þættir
2013The NewsroomJonas PfeifferÞáttur: First Thing We Do, Let´s Kill All the Lawyers
2013PortlandiaThor832 þættir
2013JustifiedLögregluþjóninn Bob Sweeney2 þættir

Útgáfa

Plötur

  • 222 (Live & Uncut) (2003)
  • Feelin' Kinda Patton (2004)
  • Werewolves and Lollipops (2007)
  • My Weakness Is Strong (2009)
  • Finest Hour (2011)

Lengri útgáfa leikrits (Extended play)

  • Patton vs. Alcohol vs. Zach vs. Patton (2005) með Zach Galifianakis[5]
  • Melvins/Patton Oswalt split 7 (2006) með The Melvins[6]
  • Comedians of Comedy Tour 3" geisladiskur (2006)
  • The Pennsylvania Macaroni Company (2006) með Brian Posehn, Maria Bamford, og Eugene Mirman[7]
  • Frankensteins and Gumdrops (2008)

Safnverk

DVD

  • No Reason to Complain (2004)
  • My Weakness Is Strong (2009)
  • Finest Hour (2012)

DVD framkoma

  • Rock Against Bush, Vol. 2 (2004)[9]
  • The Comedians of Comedy: Live at the El Rey (2005)
  • The Comedians of Comedy: Live at the Troubadour (2007)

Bækur

  • JLA: Welcome to the Working Week (DC Comics, 2003)
  • The Overrated Book (meðhöfundur með Henry H. Owings, 2006)
  • The Goon noir (meðhöfundur með Thomas Lennon, Steve Niles og Eric Powell, 2007)
  • The Rock Bible: Unholy Scripture for Fans & Bands (meðhöfundur með Henry H. Owings, 2008)
  • Serenity: Float Out (Dark Horse Comics, 2010)
  • Zombie Spaceship Wasteland (2011)

Verðlaun og tilnefningar

Annie verðlaunin

  • 2008: Tilnefndur fyrir fyrir bestu telsetningu í teiknimynd fyrir Ratatouille.

Broadcast Film Critics Association verðlaunin

  • 2012: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Young Adult.

Central Ohio Film Critics Assocication verðlaunin

  • 2012: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Young Adult.

Chicago Film Critics Association verðlaunin

  • 2011: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Young Adult.

Gotham verðlaunin

  • 2009: Tilnefndur til Breakthrough verðlaunana fyrir Big Fan.

Los Angeles Film Critics Association verðlaunin

  • 2011: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Young Adult.

National Society of Film Critics verðlaunin

  • 2012: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Young Adult.

Palm Springs International Film Festival verðlaunin

  • 2012: Chariman´s Vanguard verðlaunin fyrir Young Adult ásamt Charlize Theron, Diablo Cody og Jason Reitman.

Santa Barbara International Film Festival verðlaunin

Toronto Film Critics Association verðlaunin

  • 2012: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Young Adult.

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar