Persaflóasamstarfsráðið

Persaflóasamstarfsráðiðarabísku مجلس التعاون لدول الخليج الفارسی) er alþjóðastofnun sex arabaríkja við Persaflóa. Samstarfið innan stofnunarinnar lýtur aðallega að efnahagslegum þáttum s.s. milliríkjaviðskiptum. Þann 1. janúar 2008 var sameiginlegur markaður aðildarríkjanna opnaður. Áætlað er að þetta muni verða til þess að auka viðskipti landanna á milli.[1][2] Ennfremur stendur til að innan ráðsins verði tekinn upp sjálfstæður gjaldmiðill.[3]

Fáni Persaflóasamstarfsráðsins.

Stofnunin var sett á laggirnar 25. maí 1981 að frumkvæði Barein, Kúveit, Óman, Katar, Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Samningur milli þessara landa sem kvað á um efnahagslega samvinnu þeirra á milli var undirritaður 11. nóvember sama ár í Ríad, höfuðborg Sádí-Arabíu. Ekki eru öll lönd við Persaflóann aðildarríki að ráðinu, Íran og Írak eru útundan auk Jemen sem gerir sér vonir um að fá inngöngu á næstu árum.[4]

Tilvísanir

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
🔥 Top keywords: ForsíðaKerfissíða:Nýlegar breytingarKerfissíða:LeitCarles PuigdemontLandsbankinnForsetakosningar á Íslandi 2024Listi yfir íslensk póstnúmerHalla Hrund LogadóttirMarie AntoinetteFiann PaulListi yfir skammstafanir í íslenskuÍslandsbankiListi yfir íslensk eiginnöfn karlmannaSeinni heimsstyrjöldinListi yfir íslensk eiginnöfn kvenmannaSumardagurinn fyrstiListi yfir íslensk mannanöfnÍslandIsland.isBaldur ÞórhallssonBørsenJón GnarrAlþingiHalla TómasdóttirForsetakosningar á Íslandi 2016Alþingiskosningar 2021Hjálp:EfnisyfirlitBjarni Benediktsson (f. 1970)Wikipedia:Um verkefniðKatrín JakobsdóttirÓlafur Ragnar GrímssonHáskóli ÍslandsBrúðkaupsafmæliForseti ÍslandsVigdís FinnbogadóttirGylfi Þór SigurðssonÓlafur Darri ÓlafssonReykjavíkWikipedia:Samfélagsgátt