Sóri

húðsjúkdómur

Sóri eða psoriasis er sjálfsofnæmissjúkdómur sem einkennist af óeðlilegum flekkjum á húð.[1] Flekkirnir eru vanalega rauðir, þurrir, með hrúðurmyndun, og valda kláða.[2] Flekkirnir geta verið fjólubláir hjá húðdökku fólki.[3] Sóri getur lagst á lítið svæði eða yfir allan líkamann.[2]

Sóri á baki og örmum.

Sóri er talinn vera erfðasjúkdómur sem kemur fram vegna umhverfisáhrifa.[2] Einkennin verða oft verri um veturna og ef ákveðin lyf eru tekin eins og beta-blokkerar(en) og íbúprófen.[4] Sóri er ekki smitandi,[4] sjúkdómurinn byggist á viðbragði ónæmiskerfisins við húðfrumum.[4]

Ekki er til lækning við sóra, en meðferðir geta dregið úr einkennum.[4] Dæmi um meðferðir eru sterakrem, D-vítamín, útfjólublátt ljós, og ónæmisbælandi lyf.[1] Heimsóknir í Bláa lónið geta einnig mildað einkennin.[5]

Tvö til fjögur prósent einstaklinga eru með sóra[6] og leggst hann jafnt á karla sem konur.[1] Sóri kemur vanalega fram hjá fullorðnum.[7]

Tilvísanir

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.