Töluorð

Töluorð (skammstafað sem to.) eru fallorð sem tákna tölu, röð, fjölda eða stærð einhvers. Þau bæta hvorki við sig greinistigbreytast.

Skipting

Töluorð skiptast í hrein töluorð eða frumtölur (t.d. einn, tveir, þrír) og raðtölur (t.d. fyrsti, annar, þriðji) og blönduð töluorð sem greinast í tölunafnorð (tugur, tvennd, fjarki...), tölulýsingarorð (einfaldur, þrefaldur, sjötugur, einir, tvennir, þrennir), og töluatviksorð (tvisvar, tvívegis, þrisvar og þrívegis).

Hrein töluorð

Frumtölur

Frumtölur tákna tölur (einn, tveir, þrír, fjórir). Þær beygjast í föllum en fimm og framvegis beygjast ekki (eru eins í öllum föllum).

Frumtölururnar einn, tveir, þrír og fjórir fallbeygjast sem og allar tölur sem enda á þeim (tuttugu og einn, fjörutíu og þrír, níutíu og fjórir, eitt þúsund og þrír) og nokkrar aðrar tölur (hundrað, þúsund, milljón o.s.frv.). Annars fallbeygjast frumtölur ekki.

1einn (kk.) / ein (kvk.) / eitt (hk.)11ellefu1000(eitt) þúsund
2tveir (kk.) / tvær (kvk.) / tvö (hk.)12tólf10000tíu þúsund
3þrír (kk.) / þrjár (kvk.) / þrjú (hk.)13þrettán30þrjátíu
4fjórir (kk.) / fjórar (kvk.) / fjögur (hk.)14fjórtán40fjörutíu[1]
5fimm15fimmtán50fimmtíu
6sex16sextán60sextíu
7sjö17sautján70sjötíu
8átta18átján80áttatíu
9níu19nítján90níutíu[2]
10tíu20tuttugu100hundrað

Raðtölur

Raðtölur eru töluorð sem tákna röð (fyrsti, annar, þriðji, fjórði, fimmti.. o.s.fv.) sem beygjast allar í föllum. Raðtölurnar beygjast yfirleitt eins og veik lýsingarorð í frumstigi[heimild vantar] (en þó ekki raðtölurnar fyrsti og annar).


1.fyrsti11.ellefti1000.þúsundasti
2.annar12.tólfti10000.tíuþúsundasti
3.þriðji13.þrettándi30.þrítugasti
4.fjórði14.fjórtándi40.fertugasti
5.fimmti15.fimmtándi50.fimmtugasti
6.sjötti16.sextándi60.sextugasti
7.sjöundi17.sautjándi70.sjötugasti
8.áttundi18.átjándi80.áttugasti
9.níundi19.nítjándi90.nítugasti
10.tíundi20.tuttugasti100.hundraðasti

Blönduð töluorð

Ýmis orð sem tákna upphæð eða fjölda tilheyra öðrum orðflokkum en töluorðum:

Tölunafnorð

Tölunafnorð eru nafnorð sem fela í sér tölu. Til eru mörg dæmi um tölunafnorð:

Tölulýsingarorð

Tölulýsingarorð eru lýsingarorð sem eru gert orð tölum og hegða sér algjörlega eins og önnur lýsingarorð. Þau enda ýmist á -faldur, -ræður eða -tugur. Til dæmis:

  • tvískiptur
  • einfaldur
  • tíræður
  • þrefaldur
  • fjórfaldur
  • þrítugur
  • fimmtugur
  • sjötugur
  • níræður
  • einir
  • tvennir
  • þrennir
  • o.s.frv.

Töluatviksorð

Töluatviksorð eru atviksorð sem fela í sér tölu. Aðeins eru til fjögur slík töluatviksorð:

  • tvisvar
  • tvívegis
  • þrisvar
  • þrívegis

Annað

Með fleirtöluorðum eru notuð töluorðin einir, tvennir, þrennir og fernir en ekki fleiri.[heimild vantar]

Neðanmálsgreinar

Heimildir

  • Björn Guðfinnson (án árs). Íslensk málfræði. Námsgagnastofnun.
  • Orðasafn Stærðfræðifélagsins

Tengill