Fáveldi

Listi yfir tegundir stjórnarfars

Einveldi
Þingbundin konungsstjórn
Blandað stjórnarfar
Stjórnarskrárbundið lýðveldi
Þingbundið lýðveldi
Alþýðulýðveldi
Auðvaldslýðveldi

Fáveldi,[1] fáveldisstjórn eða fámennisstjórn (stundum nefnt fámennisræði eða oligarkí[2]) er stjórnarfar sem vísar til þess þegar stjórn (oftast ríkis) er í höndum fárra í krafti erfða, auðmagns, hernaðarlegra ítaka eða trúarlegra yfirráða. Hið alþjóðlega orð oligarkí (gríska: Ὀλιγαρχία: Oligarkía) er myndað úr tveimur orðum ὀλίγος, sem merkir fáir og ἀρχή sem merkir ræði (ráð, forræði) eða veldi. Óformlega getur hugtakið fáveldi vísað til fámenns hóps sem vegna einhverskonar sérréttinda hefur komist til valda. Hið nýja Rússland sem varð til eftir fall Sovétríkjanna hefur t.d. stundum verið tengt við fáveldisstjórn sökum ítaka stórfyrirtækja og margmiljarðamæringa við stjórn landsins. Sömuleiðis hafa Bandaríkin verið tengd við fáveldisstjórn.

Tilvísanir

Tengt efni

Ítarefni

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.