Ferdinand Meldahl

Ferdinand Meldahl (16. mars 18273. febrúar 1908) var danskur arkitekt. Hann fæddist í Kaupmannahöfn og var sonur járnsmiðsins Henrich Joachim Meldahl. Hann vann snemma hjá föður sínum og lauk þar að auki sveinsprófi sem múrari. Hann fékk inni í Konunglegu dönsku listaakademíunni og lærði þar byggingarlist. Meðan hann var þar við nám hlaut hann ýmsar viðurkenningar og verðlaun fyrir vinnu sína. Hann fór líka í ýmsar námsferðir, meðal annars til Þýskalands, Frakklands, Spánar, Hollands, Englands, Egyptalands og Sýrlands.

Ferdinand Meldahl
Alþingishúsið í Reykjavík
Höllin í Charlottenlund

Eftir að Meldahl hafði lokið námi sínu varð hann meðlimur í Listaakademíunni, árið 1857 og gengdi mikilvægu hlutverki við þróun skóla akademíunnar, þar sem hann hafði sjálfur lært. Frá 1863 var hann formaður skólaráðsins, ári síðar prófessor í byggingarlist og 1873-1890 var hann stjórnandi Akademíunnar.

Frá árinu 1860 var Meldahl byggingaeftirlitsmaður og frá 1866 sat hann í borgarstjórn. Þar að auki hafði hann ýmis störf við ráðgjöf, dómstörf og nefndarsetur. Hann var nefndur Etatsráð (1867), hlaut Dannebrog-orðu (1874) og var gerður að hirðmanni (1892).

Byggingar Meldahls má sjá víða um Kaupmannahöfn, sem og víðar. Dæmi um verk hans eru:

  • Blindrastofnunin í Kaupmannahöfn (1858)
  • Ráðhúsið í Fredericia (1859)
  • Endurbygging Frijsenborgarhallar (um 1860)
  • Alþingishúsið í Reykjavík (1865)
  • Stýrimannaskólinn í Kaupmannahöfn (1865)
  • Endurbygging Charlottenlundarhallar (1881)
  • Endurbygging Bernstorffshallar
  • Marmarakirkjan í Kaupmannahöfn (1878-94)
  • Endurbygging Frederiksborgarkastala eftir brunann 1859.

Þar að auki hannaði hann fjölda herragarða, landsbyggðarkirkjur, íbúðarbyggingar og svo framvegis. Hann skrifaði einnig mikið um byggingarlist og aðra hluti tengda húsbyggingum.