ICANN

ICANN (stendur fyrir Internet Corporation for Assigned Names and Numbers „netfyrirtæki um úthlutuð heiti og númer“) er alþjóðlegur fjölhagsmunavettvangur og sjálfseignarstofnun með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum. Stofnunin ber ábyrgð á nokkrum gagnagrunnum yfir sum af nafnarýmum og talnarýmum Internetsins, sem eiga að tryggja stöðuga og örugga virkni netsins. ICANN sér þannig um viðhald miðlægra veffanga og rótarsvæðis DNS samkvæmt samningi við staðlaráðið IANA.

Stofnunin var upphaflega skráð í Kaliforníu 30. september 1998. Hún var í fyrstu staðsett í byggingu tölvufræðistofnunar Suður-Kaliforníuháskóla við Marina del Rey í Los Angeles, en er nú í hverfinu Playa Vista.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.