Leikmáti

Leikmáti, leikjaframvinda eða spilun (e. gameplay) er hvernig spilari fer í gegnum leik og þá sér í lagi tölvuleik. Leikmáti er það mynstur sem myndast með leikreglum, samskiptum milli spilara og leiks, hvernig spilari tekst á við áskoranir og viðfangsefni leiks og hvernig spilari tengist leikfléttu og söguþráð. Leikmáti nær yfir það sem spilari getur gert í leiknum, að hverju er stefnt og hvernig spilari getur stillt og breytt leiknum.[1]Leikmáti eða leikjaframvinda tengist ekki hvernig leikur lítur út heldur hvernig hann spilast, hver spilari vinnur með reglur leiksins og hvaða reynsla áskoranir og valkostir í leiknum bjóða.[2]

Tilvísanir