Litskófarætt

Litskófarætt, einnig nefnd fjallagrasaætt, (fræðiheiti: Parmeliaceae[1] eða Cetrariaceae[2]) er ætt fléttna. Á Íslandi vaxa um 50 tegundir af litskófarætt af 24 ættkvíslum. Ættin er stór og margbreytileg en flestar tegundirnar eru runnfléttur eða blaðfléttur.[1]

Litskófarætt
Fjallagrös (Cetraria islandica) eru af litskófarætt.
Fjallagrös (Cetraria islandica) eru af litskófarætt.
Vísindaleg flokkun
Ríki:Sveppir (Fungi)
Fylking:Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur:Lecanoromycetes
Ættbálkur:Lecanorales
Ætt:Litskófarætt

Gró fléttna af litskófarætt eru nánast alltaf glær, sporbaugótt og einhólfa.[1]

Tegundir á Íslandi

Tegundir á Íslandi eru um 50 af 24 ættkvíslum.[1] Nöfn fléttna á þessum lista er tekin frá Herði Kristinssyni[1] nema annað sé tekið fram. Listinn er líkega ekki tæmandi:

Alectoria

  • Skollakræða (A. ochroleuca)
  • Flókakræða (A. sarmentosa subsp. vexillifera)
  • Surtarkræða (A. nigricans)

Allantoparmelia

  • Fjallahnúta (A. alpicola)

Brodoa

  • Snæþemba (B. oroarctica)

Bryoria

  • Jötunskegg (B. chalybeiformis)
  • Viðarskegg (B. fuscescens)
  • Gálgaskegg (B. implexa)[3]
  • Kvistaskegg (B. simplicior)

Cetraria

Cetrariella

  • Mundagrös (C. delisei)

Cornicularia

  • Klettakræða (C. normoerica)

Flavocetraria

  • Maríugrös (F. nivalis)
  • Mývatnsgrös (F. cucullata)

Hypogymnia

  • Flatþemba (H. physodes)
  • Prikþemba (H. vittata)
  • Pípuþemba (H. tubulosa)

Melanelia

  • Klettadumba (M. hepatizon)
  • Fjalladumba (M. agnata)
  • Bikdumba (M. stygia)
  • Hnúðdumba (M. disjuncta)

Melanelixia

Melanohalea

  • Birkidumba (M. exasperata)
  • Snælínudumba (M. olivacea)
  • Gljádumba (M. septentrionalis)
  • Blikdumba (M. infumata)

Neuropogon

  • Tröllaskegg (N. sphacelatus)

Parmelia

Parmeliopsis

Platismatia

  • Næfurskóf (P. glauca)

Pseudodevernia

  • Elgshyrna (P. furfuracea)

Pseudophebe

  • Ullarskóf (P. pubescens)
  • Voðarskóf (P. minuscula)

Tuckermannopsis

  • Krypplugrös (T. chlorophylla)

Usnea

  • Ljósaskegg (U. subfloridana)

Vulpicida

  • Gullinvarp (V. pinastri)

Tilvísanir

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.