Paskal

mælieining fyrir þrýsting

Paskal (franska Pascal) er SI mælieining fyrir þrýsting, táknuð með Pa. Eitt paskal jafngildir þrýstingi vegna kraftsins eitt newton á hvern fermetra. Einingin er nefnd eftir Blaise Pascal, frönskum stærð-, eðlis- og heimspekingi.

Þrýstingsmælir sem sýnir bæði kPa og psi.

Skilgreining

1 Paskal (Pa) = 1 N/m2 = 1 J/m3 = 1 kg·m–1·s–2

SI margfeldi

MargfeldiNafnMerkiMargfeldiNafnMerkil
100paskalPa   
101dekapaskaldPa
102hektópaskalhPa10–2sentipaskalcPa
103kílópaskalkPa10–3millipaskalmPa
106megapaskalMPa10–6míkrópaskalµPa
109gígapaskalGPa10–9nanópaskalnPa
1012terapaskalTPa10–12pikópaskalpPa
1015petapaskalPPa10–15femtópaskalfPa
1018exapaskalEPa10–18attópaskalaPa
1021settapaskalZPa10–21septópaskalzPa
1024jottapaskalYPa10–24joktópaskalyPa
Þessi SI eining er nefnd eftir Blaise Pascal. Eins og með allar aðrar SI einingar, sem eru nefndar eru eftir mönnum, þá er fyrsti stafurinn í tákninu ritaður með hástaf (Pa). Hinsvegar byrja heiti SI einingar á lágstaf (paskal). Undantekning sem fylgir reglunni er „gráða Celsíus“.
— Sjá The International System of Units, hluta 5.2.