Sambandslýðveldi

Sambandslýðveldi er sambandsríki þar sem stjórnarfarið er í formi lýðveldis.[1] Bókstafleg grunnmerking hugtaksins lýðveldis á við ríki sem stýrt er af kjörnum fulltrúum og kjörnum þjóðhöfðingja (til dæmis forseta) fremur en af konungi eða drottningu.

Í sambandslýðveldi er ríkisvaldinu dreift milli alríkisstjórnarinnar og ríkisstjórna sambandslandanna. Sérhvert sambandslýðveldi hagar valddreifingunni á sinn hátt en yfirleitt eru sameiginleg málefni á borð við öryggis- og varnarmál og peningastefnu í verkahring alríkisins. Stjórnir sambandslandanna og sveitarfélaganna sjá gjarnan um málefni á borð við viðhald innviða og menntastefnu. Skiptar skoðanir eru þó um það hvaða málefni ættu að lúta stjórn alríkisstjórna og sambandslönd hafa yfirleitt nokkra stjórn í málefnum sem ekki lúta lögsögu alríkisins. Andstæðan við sambandslýðveldi er því einingarlýðveldi þar sem ríkisstjórn alls landsins nýtur fullveldis í öllum pólitískum málefnum. Ómiðstýrðara stjórnarfar sambandslýðvelda er algengt í fjölmennum ríkjum.[2] Í flestum sambandslýðveldum er skipting ríkisvaldsins milli stjórna alríkis og sambandsríkjanna formfest í ritaðri stjórnarskrá.

Pólitískur munur á sambandslýðveldum og öðrum sambandsríkjum, sér í lagi konungsríkjum sem lúta sambandsstjórn, felst gjarnan í lagabókstaf fremur en í verulegum stjórnarfarslegum mun þar sem flest sambandsríki lúta lýðræðislegu stjórnarfari, að minnsta kosti að nafninu til. Sumar sambandsstjórnir í einveldisríkjum, til dæmis Sameinuðu arabísku furstadæmin, byggjast þó ekki á lýðræðislegu stjórnarfari.

Sambandslýðveldi í dag

SambandsríkiOpinbert heitiStjórnsýslueiningarÞjóðhöfðingi
ArgentínaArgentínska lýðveldiðSjálfsstjórnarhéruð og ein sjálfsstjórnarborgForseti
Austurríki[3]Lýðveldið AusturríkiSambandsríkiForseti
Bandaríkin[4]Bandaríki Ameríku50 fylki eða ríki, hundruð þjóðflokkaeininga, eitt alríkisumdæmi og nokkur yfirráðasvæðiForseti
Bosnía og Hersegóvína[5]Bosnía og HersegóvínaEiningar, kantónur og eitt alríkisumdæmiForsetaráð
Brasilía[6]Sambandslýðveldið BrasilíaSveitarfélög, fylki og eitt alríkisumdæmi[7]Forseti
Eþíópía[8]Sambandslýðstjórnarlýðveldið EþíópíaHéruðForseti
Indland[9]Lýðveldið IndlandFylki og alríkishéruðForseti
ÍrakLýðveldið ÍrakLandstjóraumdæmiForseti
KómorurKómorsambandiðEyjarForseti
Mexíkó[10]Mexíkóska ríkjasambandiðFylki og ein sjálfsstjórnarborgForseti
MíkrónesíaSambandsríki MíkrónesíuFylkiForseti
Nepal[11]Sambandslýðstjórnarlýðveldið NepalHéruðForseti
Nígería[12]Sambandslýðveldið NígeríaHefðbundin fylki, fylki og eitt alríkisumdæmiForseti
Pakistan[13]Íslamska lýðveldið PakistanHéruð, sjálfsstjórnarsvæði og alríkissvæðiForseti
Rússland[14]Rússneska sambandsríkiðSjálfstjórnarlýðveldiForseti
SómalíaSambandslýðveldið SómalíaSambandshéruðForseti
Suður-SúdanLýðveldið Suður-SúdanFylkiForseti
SúdanLýðveldið SúdanFylkiForseti
Sviss[15]Svissneska ríkjasambandiðKantónurAlríkisráð
Venesúela[16]Bólivarska lýð­veldið Ven­esúelaFylki, eitt höfuðborgarumdæmi og nokkur alríkisumdæmiForseti
Þýskaland[17]Sambandslýðveldið ÞýskalandSambandslöndForseti

Fyrrum sambandslýðveldi

SambandsríkiOpinbert heitiTímabilStjórnsýslueiningar
Hollenska lýðveldiðLýðveldi sjö sameinaðra Niðurlanda1581–1795Héruð
Stóra-KólumbíaLýðveldið Kólumbía
Bandaríki Kólumbíu
1819–1831
1863–1886
Fylki
Sambandslýðveldi Mið-AmeríkuHin sameinuðu héruð Mið-Ameríku
Sambandslýðveldi Mið-Ameríku
1823–1838
MexíkóBandaríki Mexíkó1824–1835
KínaLýðveldið Kína1912–1928Héruð
Fjallalýðveldið Norður-KákasusBandalag fjallaþjóða Kákasus1917–1922
1989–2000
Lýðveldi
ÞýskalandÞýska ríkið1919–1933Fylki
Austur-ÞýskalandAlþýðulýðveldið Þýskaland1949–1952Fylki
Rússneska sovétlýðveldiðRússneska sósíalíska sovét-sambandslýðveldið1917–1991Alríkisumdæmi
SovétríkinSambandsríki sósíalískra sovétlýðvelda1922–1991Lýðveldi
Júgóslavía[18]Alþýðlega sambandslýðveldið Júgóslavía
Sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavía
1945–1992Lýðveldi
Serbía og SvartfjallalandSambandslýðveldið Júgóslavía
Ríkjasamband Serbíu og Svartfjallalands
1992–2006Lýðveldi
BúrmaBandalagið Búrma1948–1962Fylki
IndónesíaLýðveldi bandaríkja Indónesíu1949–1950Fylki
Kongó-LéopoldvilleLýðveldið Kongó1960–1964
KamerúnSambandslýðveldið Kamerún1961–1972
Suður-AfríkaSuður-afríska sambandsríkið1961–1994
TansaníaSameinaða lýðveldið Tansanía1964–1965
Tékkóslóvakía[18]Tékkóslóvakíska sósíalistalýðveldið
Tékkneska og slóvakíska sambandslýðveldið
1969–1990
1990–1992
Lýðveldi

Tilvísanir