Skotgrafahernaður

Skotagrafahernaður er gerð af hernaði þar sem hermenn grafa skurði ofan í jörðu koma sér upp sterkum vörnum þar. Með því móti er mögulegt að verjast árásum vel.

Þýskir hermenn í skotgröf á vesturvígstöðvum 1916.

Seinni hluta 19. aldar urðu miklar framfarir í gerð skotvopna og því þurfti að grípa til nýrra leiða til að verjast árásum. Útbreiðsla skotgrafahernaðar náði hámarki í fyrri heimstyrjöldinni. Á vesturvígstöðvum börðust Þjóðverjar gegn Frökkum, Bretum, og Belgum. Skotgrafirnar veittu góða vörn, en leiddi til þess að vígstöðvar voru svo gott sem kyrrstæðar. Vígasveitir náðu ekki að færa sig áfram og orrustur teygðust því á langinn. Mannfallið varð gífurlegt og því var litið á skotgrafahernað sem nokkuð hrottalega varnaraðferð.

Eftir tilkomu skriðdrekans dró verulega úr notkun skotgrafahernaðar.