Svæðisgarnabólga

Svæðisgarnabólga eða Crohns-sjúkdómur er gerð af langvinnum bólgusjúkdómi í meltingarveginum. Bólgan getur komið fram í hvaða hluta meltingarvegarins sem er, frá munni að endaþarmi.[1] Einkenni geta verið kviðverkur, niðurgangur (ef bólgan er mikil getur blóð verið í hægðum), hiti, og þyngdartap.[1] Önnur einkenni geta verið blóðleysi(en), útbrot(en), liðbólga(en), bólgur í augum, og þreyta.[2]

Orsök svæðisgarnabólgu er ekki þekkt, en talið er að hún komi fram vegna samblöndu af umhverfisþáttum, ónæmisþáttum, bakteríum, og erfðum.[3][4][5] Það leiði til þess að ónæmiskerfið ráðist á meltingarveginn og valdi þannig langvinnri bólgu.[4][6] Svæðisgarnabólga er tengd ónæmiskerfinu, en hún virðist ekki vera sjálfsofnæmissjúkdómur (þ.e.a.s., ónæmiskerfið er ekki að reyna að ráðast á líkamann, heldur er mögulegt að ónæmiskerfið sé að ráðast á bakteríur í meltingarveginum).[7]

Tenglar

Tilvísanir

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.