Bretónska

Bretónska (Brezhoneg) er keltneskt tungumál sem enn er talað á Bretaníuskaga, vestasta hluta Frakklands. Bretónska er náskyld velsku og kornbresku. Bretónska var töluð á öllum Bretaníuskaganum þegar Júlíus Sesar bar að garði, og hún var mál menntamanna og yfirstétta langt fram á miðaldir. Um aldamótin 1900 voru um milljón manns sem aðeins töluðu bretónsku, en nú eru aðeins um 300 þúsund mælendur sem nota málið daglega, en þeir eru allir tvítyngdir.

Bretónska
Brezhoneg
MálsvæðiFrakkland
HeimshlutiBretanía
Fjöldi málhafa210.000 í Bretaníu, 16.000 í Île-de-France
ÆttIndóevrópskt

 Keltneskt
  Eyjakeltneskt
   Brýþonskt
    Bretónska

SkrifleturLatneskt stafróf
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Ekki viðurkennt samkvæmt frönskum lögum
Tungumálakóðar
ISO 639-1bre
ISO 639-2bre
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.
Bretónskar mállýskur

Með framtaki félagasamtaka og duglegra manna á Bretaníu hefur nú verið unnt að tryggja að kennt er á bretónsku frá forskólastigi til doktorsstigs, en það er í raun gert í trássi við frönsk landslög. Reiknað er með að mælendum fækki (vegna aldurs) til ársins 2010 en upp úr því fari þeim fjölgandi á ný.

Tengill

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu