Gnetophyta

Gnetophyta eða Gnetales (eftir hvernig flokkunin er[1][2][3][4][5]) eru fræjurtir sem mynda óvarin fræ á milli hreisturkenndra blaða í könglum. Viður Gnetophyta er með viðaræðar eins og lauftré (harðviður), sem aðgreinir deildina frá öðrum berfrævingum. Annars er fátt sem er sameiginlegt með ættum hennar. Hún var mun fjölbreyttari snemma á Krítartímabilinu en hefur nú einungis þrjár ættir, hver með eina ættkvísl með að samanlögðu um 70 tegundir.


Tímabil steingervinga: Júra til nútíma.
Welwitschia mirabilis, kvenplanta með köngla.
Welwitschia mirabilis, kvenplanta með köngla.
Vísindaleg flokkun
Veldi:Heilkjörnungar (Eukaryota)
Ríki:Jurtaríki (Plantae)
Fylking:Berfrævingar (Pinophyta)
Útbreiðsla ættkvísla: Grænt – Welwitschia Blátt – Gnetum Rautt – Ephedra Fjólublátt– Gnetum og Ephedra
Útbreiðsla ættkvísla:
Grænt – Welwitschia
Blátt – Gnetum
Rautt – Ephedra
Fjólublátt– Gnetum og Ephedra
Ættir og ættkvíslir

Gnetaceae - Gnetluætt
  Gnetum - Gnetluættkvísl
Welwitschiaceae - Furðublöðkuætt
  Welwitschia - Furðublöðkuættkvísl
Ephedraceae - Vöndulsætt
  Ephedra - Vöndulsættkvísl


Heimild