Interlingue

Interlingue er tilbúið tungumál sem búið var til árið 1922 af baltnesk-þýska málfræðingnum Edgar de Wahl. Það kallaðist Occidental til 1949. Orðaforðinn er tekinn úr rómönsku tungumálunum sem og þýsku, og því er málið tiltölulega auðskiljanlegt fyrir þá sem kunna þau mál.

Interlingue
ÆttTilbúið tungumál
Tungumálakóðar
ISO 639-1ie
ISO 639-2ile
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Bókmenntir

Helstu bókmenntatextarnir í Occidental birtust í Cosmoglotta. Einnig voru nokkur verk, bæði frumsamin og þýdd, gefin út á Interlingue.

Sumar frumsamdar bækur eru:

  • Kajš, Jan Amos (1938) Krasina, raconta del subterrania del Moravian carst,[1].
  • Podobský, Jaroslav (1935/1947) Li astres del Verne,[2].
  • Costalago, Vicente (2021) Li sercha in li castelle Dewahl e altri racontas[3].
  • Costalago, Vicente (2021) Antologie hispan[4].

Heimildir

Hlekkir