Rómönsk tungumál

Rómönsk tungumál eru tungumálafjölskylda innan indóevrópsku málaættarinnar sem eiga uppruna í latínu. Þau eru töluð sem móðurmál í Suður-Evrópu, Suður-Ameríku og Mið-Ameríku af um 600 milljón manns. Í dag lifa 25 rómönsk tungumál af, en er hægt að það voru til fleiri sem þróuðu sem mállýskur úr alþýðalatínu. Þau sex mest töluðu rómönsku tungumálin eru spænska, portúgalska, franska, ítalska, rúmenska og katalónska. Meðal annarra rómanskra tungumála eru korsíkanska, leónska, oksítanska, arómanska, sardiníska, feneyska og galíanska.

Rómönsk tungumál
ÆttIndóevrópskt

 Ítalískt

FrummálAlþýðulatína
UndirflokkarVesturrómönsk tungumál
Austurrómönsk tungumál
Sardinísk tungumál
  Lönd þar sem rómanskt mál er opinbert
  Lönd þar sem rómanskt mál er annað mál
Rómönsk tungumál í Evrópu á 20. öld.

Uppruni

Rómönsk tungumál rekja uppruna sinn til alþýðulatínu sem var sú latínumállýska sem töluð var af hermönnum og landnámsmönnum í rómverska keisaradæminu. Alþýðulatína var ólík klassískri latínu sem var töluð af yfirstéttum og var það form tungumálsins sem var oftast skrifað. Milli áranna 350 f.Kr. og 150 e.Kr. varð latína áhrifamesta tungumálið í Vestur-Evrópu við útþenslu rómverska keisaradæmis. Latína hafði líka stór áhrif í Suðaustur-Bretlandi, Norður-Afríku og á svæði sem umkringur Balkanskagann.

Á meðan hnignun rómverska keisaradæmis og við upplausn sína á 5. öldinni byrjaði latína að breytast í sérstökum tungumálum. Þessi tungumál breiddust út í heimsveldum stofnuðum af Portúgal, Spáni og Frakklandi frá 15. öldinni og þess vegna búa 70% þeirra sem tala rómönsk tungumál utan við Evrópu.

Orðsifjar

Heitið „rómanskt“ er komið af alþýðulatneska atvirksorði romanice (rómverska), sem á uppruna í Romanicus (Rómverji).

Dæmi

Hægt er að sjá líkingar á milli rómanskra tungumála í eftirfarandi dæmum:

latína(Illa) Claudit semper fenestram antequam cenat.
aragónskaElla tranca/zarra siempre la finestra antis de zenar.
arpitanska(Le) Sarre toltin/tojor la fenétra avan de goutâ/dinar/sopar.
astúrískaElla pieslla siempre la ventana/feniestra primero de cenar.
bergamaska(Lé) La sèra sèmper sö la finèstra prima de senà.
bologneska(Lî) la sèra sänper la fnèstra prémma ed dsnèr.
franskaElle ferme toujours la fenêtre avant de dîner/souper.
feneyskaŁa sara sènpre ła finestra prima de senàr.
fríulianskaJê e siere simpri il barcon prin di cenâ.
galíanska(Ela) Pecha sempre a fiestra/xanela antes de cear.
ítalska(Lei) chiude sempre la finestra prima di cenare.
kantabrískaElla pieslla siempri la ventana enantis de cenar.
katalónska(Ella) sempre tanca la finestra abans de sopar.
korsískaElla chjudi sempre u purtellu primma di cenà.
leonskaEilla pecha siempres la ventana primeiru de cenare.
mílanska(Lee) la sara semper su la finestra primma de disnà.
mírandskaEilha cerra siempre la bentana/jinela atrás de jantar.
neapólitskaEssa nzerra sempe 'a fenesta primma 'e magnà
normanskalli barre tréjous la crouésie devaunt de daîner.
oksítanska(Ela) Barra sempre/totjorn la fenèstra abans de sopar.
periskaníska(Ena) cerovâ suempre la velustra atratès dî zzenar.
portúgalska(Ela) Fecha sempre a janela antes de jantar.
rómanskaElla clauda/serra adina la fanestra avant ch'ella tschainia.
rúmenskaEa închide totdeauna fereastra înainte de cină.
sardínskaIssa serrat semper sa bentana antes de chenare.
sikileyskaIdda chiudi sempri 'a finestra àntica di pistiari/cinari.
spænska(Ella) siempre cierra la ventana antes de cenar.
toskaníska(Lei) serra sempre la finestra avanti di cenà.
vallónskaEle sere todi li finiesse divant di soper.
ladinskaLa sèra sempro (sèmper) la fenèstra prima (danànt) da cenàr
valensíska(Ella) sempre tanca la finestra abans de sopar.

Þýðing: Hún lokar alltaf glugganum fyrir mat.

Heimildir