Johnny Depp

bandarískur leikari

John Christopher Depp II, þekktastur sem Johnny Depp, (fæddur 9. júní 1963) er bandarískur leikari.

Johnny Depp árið 2020.

Depp fæddist í Owensboro, Kentucky en var alinn upp í Flórída. Hann hætti í skóla í von um að ná frama sem rokkstjarna þegar hann var fimmtán ára. Hann var í mörgum bílskúrsböndum þar á meðal The Kids.

Hann byrjaði fyrst að leika eftir heimsókn til L.A með þáverandi konu sinni, Lorian Alison sem kynnti hann fyrir leikaranum Nicolas Cage. Frumraun hans í kvikmyndageiranum var A Nightmare on Elm Street árið 1984. Hann skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann tók við af „Jeff Yagher“ í hlutverkinu sem leynilögreglan Tommy Hanson í vinsælu sjónvarpsþáttunum 21 Jump Street.

Þegar hann hitti Tim Burton var hann búinn að leika í nokkrum unglingamyndum en fyrsta myndin sem hann lék í þar sem Tim Burton var leiksstjóri var Edward Scissorhands. Í kjölfar velgengni kvikmyndarinnar fór hann að velja hlutverk sem koma gagnrýnendum og áhorfendum á óvart. Hann hélt áfram að fá góða gagnrýni og auka vinsældir með því að taka aftur þátt í kvikmynd með Tim Burton sem aðalhlutverkið í myndinni Ed Wood það var árið 1994. árið 1997 lék hann leynilögreglumann hjá FBI í myndinni Donnie Brasco sem var byggð á raunverulegum atburðum, hann lék á móti Al Pacino. Árið 1998 lék hann í Fear and Loathing in Las Vegas. Árið 1999 lék hann í vísindaskáldsögu- og hryllingsmyndinni The Astronaut's Wife. Sama ár þá lék hann aftur í mynd sem Tim Burton leiksstýrði myndin hét Sleepy Hollow. Depp hefur leikið margar persónur á ferlinum, þar á meðal sjóræningjann Jack Sparrow í Pirates of the Caribbean myndunum.

Hann hefur verið tilnefndur til 92 verðlauna en unnið 37 af þeim. Þar á meðal hefur hann verið tilnefndur til Óskarsverðlauna þrisvar sinnum.

Einkalíf

Depp á tvö börn með fyrrum eiginkonu sinni, Vanessu Paradis.

Árið 2022 komst í hámæli dómsmál Depps gegn Amber Heard, leikkonu sem hann var giftur um tveggja ára skeið. Heard sakaði Depp um heimilisofbeldi og fór hann í meiðyrðamál við hana vegna ummæla sem hún lét falla um hann. Depp vann málið.[1]

Kvikmyndir

ÁrKvikmyndHlutverk
1984A Nightmare on Elm StreetGlen Lantz
1985Private ResortJack Marshall
1986PlatoonSpecialist Gator Lerner
1990Cry-BabyWade "Cry-Baby" Walker
1990Edward ScissorhandsEdward Scissorhands
1991Freddy's Dead: The Final NightmareTeen on TV
1993What's Eating Gilbert GrapeGilbert Grape
1993Benny & JoonSam
1993Arizona DreamAxel Blackmar
1994Ed WoodEdward D. Wood, Jr.
1995Nick of TimeGene Watson
1995Dead ManWilliam Blake
1995Don Juan DeMarcoDon Juan/John R. DeMarco
1996Cannes ManHimself
1997Donnie BrascoDonnie Brasco/Joseph D. Pistone
1997The BraveRaphael
1998Fear and Loathing in Las VegasRaoul Duke
1998L.A. Without a MapSjálfur/William Blake
1999Sleepy HollowIchabod Crane
1999The Astronaut's WifeSpencer Armacost
1999Níunda hliðiðDean Corso
2000ChocolatRoux
2000Before Night FallsLt. Victor, Bon Bon
2001From HellFrederick Abberline
2001The Man Who CriedCesar
2001BlowGeorge Jung
2003Once Upon a Time in MexicoSheldon Sands
2003Sjóræningjar á Karíbahafi: Bölvun svörtu perlunnarJack Sparrow
2004Happily Ever AfterL'inconnu
2004Finding NeverlandJ. M. Barrie
2004Secret WindowMort Rainey
2005The LibertineJohn Wilmot, 2nd Earl of Rochester
2005Charlie and the Chocolate FactoryWilly Wonka
2005LíkbrúðurinVictor Van Dort
2006Pirates of the Caribbean: Dead Man's ChestJack Sparrow
2007Sjóræningjar á Karíbahafi: Á hjara veraldarJack Sparrow
2007Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet StreetSweeney Todd/Benjamin Barker
2009Public EnemiesJohn Dillinger
2009The Imaginarium of Doctor ParnassusTony
2010Lísa í UndralandiMad Hatter
2010The TouristFrank Tupelo/Alexander Pearce
2011The Rum DiaryPaul Kemp
2011RangoRango
2011Pirates of the Caribbean: On Stranger TidesJack Sparrow
2011Jack & JillJohnny
201221 Jump StreetTom Hanson
2012Dark ShadowsBarnabas Collins
2013The Lone RangerTonto
2014TranscendenceWill
2014London FieldsCameo
2014Into the WoodsWolf
2015MortdecaiCharles Mortdecai
2015Black MassWhitey Bulger
2015Yoga HosersGuy LaPointe
2016Alice in Wonderland: Through the Looking GlassMad Hatter
2016Pirates of the Caribbean: Dead Men Tell No TalesJack Sparrow

Tilvísanir