Amber Heard

bandarísk leikkona

Amber Laura Heard (fædd 22. apríl 1986) er bandarísk leikkona. Hún lék sitt fyrsta aðalhlutverk í hryllingsmyndinni All the Boys Love Mandy Lane (2006), og lék í kvikmyndum eins og The Ward (2010), Drive Angry (2011) og London Fields (2018). Hún hefur einnig leikið aukahlutverk í kvikmyndum eins og Pineapple Express (2008), Never Back Down (2008), The Joneses (2009), The Rum Diary (2011), Paranoia (2013), Machete Kills (2013), Magic Mike XXL (2015), og The Danish Girl (2015). Heard hefur leikið í fjölda kvikmynda frá DC Studios eins og Justice League (2017), Aquaman (2018), og Aquaman and the Lost Kingdom (2023). Hún hefur einnig leikið í sjónvarpsþáttum eins og Hidden Palms (2007) og The Stand (2020).

Amber Heard
Heard árið 2018
Fædd
Amber Laura Heard

22. apríl 1986 (1986-04-22) (38 ára)
Önnur nöfn
  • Amber Laura Depp[1]
  • Amber van Ree[2]
StörfLeikkona
MakiJohnny Depp (2015–2017)
Tasya van Ree (2008–2012)
Börn1

Heard giftist leikaranum Johnny Depp árið 2015. Skilnaður þeirra í maí 2016 vakti mikla athygli þegar Heard sótti um nálgunarbann gegn Depp ásamt því að saka hann um heimilisofbeldi.[3] Depp kærði síðar breska dagblaðið The Sun fyrir rógburð vegna útgáfu þeirra á ásökunum Heard um umrætt heimilisofbeldi.[4] Kröfu Depps gegn The Sun var hafnað og þar sem úrskurðað var að sannað teldist að hann hefði ráðist á Heard í 12 af 14 meintum atvikum sem blaðið hafði fjallað um; áfrýjunarkröfu Depp í málinu var síðar hafnað.[5][6] Depp höfðaði annað mál gegn Heard sjálfri fyrir skoðanagrein sem birtist í hennar nafni í Washington Post þar sem hún fjallaði um að mikilvægi þess að tala gegn "kynferðislegu ofbeldi" ásamt því að hafa upplifað að „af eigin raun hvernig stofnanir vernda karlmenn sem sakaðir eru um misnotkun.“.[7][8] Málarekstrarnir fönguðu athygli fjölmiðla og almennings, en réttarhöldunum var m.a. sjónvarpað. Kviðdómur í málinu komst að þeirri niðurstöðu að allar þrjár yfirlýsingar Heard í Washington Post-greininni hefðu verið ærumeiðandi.[9][10] Dómarinn úrskurðaði að Heard skyldi greiða Depp 10,3 milljónir dollara ásamt því að Depp skyldi greiða Heard 2 milljónir dollara.[8][11] Heard var harðlega gagnrýnd fyrir vitnisburð sinn í málinu, þar á meðal á samfélagsmiðlum.[12] Heard og Depp áfrýjuðu bæði í málinu. Heard komst síðar að samkomulagi við Depp og lögfræðingar þeirra tilkynntu að Depp myndi fá 1 milljón dollara í skaðabætur, en greiðslan kom frá tryggingafélagi Heard.[13]

Tilvísanir